Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 108
„TAuMlAuST BlóðBAð áN liSTRæNS TilgANgS“
107
varð hún svo sannarlega, og önnur atlaga Deodatos að mannætumyndinni
gerði hann heimsfrægan, ekki þó vegna þess að myndin hafi slegið í gegn í
heimalandinu, sem hún þó gerði, heldur átti framgangur hennar og „upp-
hefð“ sér stað í krafti orðrómsins sem DV greinin hér að ofan vísar til, að
manndráp hafi verið framin við gerð hennar, þau tekin upp og felld inn í
söguframvinduna.
Þegar Cannibal Holocaust hefst hefur teymi af ungu heimildarmynda-
gerðarfólki horfið sporlaust í frumskógum Suður-Ameríku, einhvers staðar
við landamæri Kólumbíu og Perú. Sjónvarpsstöðin á hvurs vegum teymið
starfaði sendir af stað leitarhóp undir stjórn prófessors Monroe (Robert
Kerman) sem fljótlega kemst á snoðir um örlög kvikmyndagerðarfólksins, en
hópurinn virðist hafa lent í illdeilum við frumstæða ættbálka á svæðinu. lík-
amsleifarnar finnast og filmuspólur með sem leitarhópurinn fer aftur með til
byggða. Sjónvarpsstöðin er staðráðin í að senda efnið á spólunum út á öldur
ljósvakans, enda þótt ekki sé enn vitað hvað spólurnar hafi að geyma. En í
von um að á þeim leynist metsöluefni er Monroe beðinn um að hafa umsjón
með úrvinnslu filmuefnisins. Í millitíðinni kynnir hann sér fyrri störf teym-
isins feiga, mynd sem nefnist The Last Road to Hell, sem við skoðun reynist
heldur óskemmtileg. óhæfuverk af ýmsu tagi reka hvert annað, fjöldaaftaka
hermanna á óbreyttum þorpsbúum og morð á ungum dreng, svo nokkuð
sé nefnt, en atburðunum virðist vinda fram á ónefndum stöðum í Afríku og
Asíu. Því er hins vegar hvíslað að Monroe að um sviðsetningar sé að ræða,
ætlunin hafi verið að gera heimildarmyndina svæsnari og þannig söluvæn-
legri. Annað reynist þó vera uppi á teningnum þegar Monroe tekur að skoða
fundna efnið úr frumskóginum, þar sviðsetur heimildarmyndagerðarfólkið
– en hópurinn samanstóð af þremur körlum og einni konu – ekki nokkurn
skapaðan hlut, þvert á móti svífast þau greinilega einskis í viðleitni sinni til
að fanga krassandi og andstyggilegt myndefni. leiðir hópsins liggja saman
við tvo ólíka ættbálka, Yacumo og Yamamomo, sá fyrrnefndi er (tiltölulega)
friðsamur en hinn síðarnefndi er mannætuættbálkur sem aðrir í skóginum
óttast. gagnvart þeim báðum hagar kvikmyndagerðarfólkið sér hins vegar af
fullkominni ómennsku – röð níðingsverka eru framin og fest á filmu.
Atburðarás síðari hluta kvikmyndarinnar vindur nær alfarið fram í gegn-
um frumskógarupptökurnar og tekur kvikmyndaáhorfandinn sér í vissum
skilningi sæti við hlið Monroe í sýningarsal sjónvarpsstöðvarinnar og horfir
á hrátt og óunnið myndefnið honum til samlætis. Þar verður Monroe vitni
að hvoru tveggja í senn, ofbeldisverkum heimildarmyndahópsins og ráða-
bruggi þeirra um hvernig efnið skuli síðar meir sniðið og framsett með vill-