Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 77
BjöRN ÞóR VilHjálMSSoN
76
Vesturlanda og á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar stóð Ísland á tíma-
mótum, opingáttarmenn fögnuðu nýjum lífsháttum er greina mátti á sjón-
deildarhringnum og kenndu við framfarir, en aðrir spyrntu við fótunum og
veittu viðnám. Eins og guðmundur Hálfdanarson bendir á voru hugmynda-
fræði og hugsjónir hinna dreifðu byggða einkar áhrifamiklar á þessum tíma,
og þótt „iðnbylting hugarfarsins“ hafi auðvitað verið hafin var á brattann að
sækja.19 Í hönd fór hagsmuna- og valdabarátta milli þeirra samfélagshópa
sem farið höfðu með valdataumana í landinu öldum saman (landeigenda,
stórbænda og sýslumanna, svo dæmi séu nefnd) og svo nýrrar stéttar auð-
manna og „athafnaskálda“ í Reykjavík.20 Samhliða breytingum sem voru
að eiga sér stað á lifnaðarháttum og valdaafstæðum þjóðarinnar var tekist
á um þróun þjóðmenningarinnar og samband hennar við erlenda nútíma-
menningu. Þótti mörgum, jafnt reykvískum menntamönnum og málsvörum
landsbyggðarinnar, sem rótgrónum gildum stæði ógn af erlendum áhrifum.
um þetta hefur Benedikt Hjartarson skrifað í samhengi við isma tímabils-
ins og ný menningarform, og nefnir að greina megi sameiginlega þræði í
skrifum
menntamanna um framtíð íslenskrar menningar á þessum tíma:
flytja á inn það besta úr evrópskri menningu en vernda íslenskt
þjóðfélag fyrir spillingaráhrifum nútímans. Í því samhengi er [...]
litið á framúrstefnuna sem birtingarmynd menningarlegrar úrkynj-
unar, ásamt djassi, kvikmyndum, firringu, sérhæfingu og pólitísku
stjórnleysi.21
Halldór guðmundsson orðar það sem svo að andspænis því hruni sam-
félagslegra og siðferðilegra gilda sem greina mátti á meginlandi Evrópu og
nágrannaþjóðunum hafi sú von vaknað hjá áhrifamiklum menntamönnum
að Ísland gæti, í krafti einangrunar sinnar, komist hjá „hrellingum nú-
tímans“ og orðið eins konar „verndarsvæði“ þjóðlegra hefða og menning-
19 guðmundur Hálfdanarson, „Íslensk þjóðfélagsþróun“, Íslensk þjóðfélagsþróun 1880–
1990: Ritgerðir, ritstj. guðmundur Hálfdanarson og Svanur Kristjánsson, Reykjavík:
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 1993,
bls. 21–29. Sjá einnig ólafur ásgeirsson, Iðnbylting hugarfarsins: Átök um atvinnu-
þróun á Íslandi 1900–1940, Reykjavík: Bókmenntaútgáfa Menningarsjóðs, 1988.
20 guðmundur Hálfdanarson, „„Kemur sýslumanni [það] nokkuð við ... ?“ um þróun
ríkisvalds á Íslandi á 19. öld.“ Saga 1993, bls. 7–31, hér bls. 24–25.
21 Benedikt Hjartarson, „Af úrkynjun, brautryðjendum, vanskapnaði, vitum og sjáend-
um: um upphaf framúrstefnu á Íslandi“, Ritið 1/2006, bls. 79–119, hér bls. 85–86.