Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 260
„ÞANNIG ER SAGA OKKAR“
259
Í sama kafla bregður þó einnig fyrir fyrstu persónu eintölu frásögn: „Ég ætla
ekki að dæma um það hér og nú en spyr: Hver var Jörgen Jörgensen, hvað
gerðist og hvers vegna? Ég vona að við fáum svör við þessum spurningum,
og raunar fleirum, áður en sögu lýkur“ (11).
Síðar í skáldsögunni kemur í ljós að þegar sögumaður fjallar um frásagn-
arathöfn sína (fr. narration, e. narrating)39 þá skýtur fyrsta persóna eintölu,
„ég“, oft upp kolli:
Þetta hljómar eins og í minningargrein en ég er ekki að skrifa
minningargrein. [...] Ég gæti líka sagt: Það er nótt [...]. Ég ætti að
segja hábjartur dagur [...]. (21)
Það gerðist margt þar á milli, skal ég segja ykkur, og ég er ekkert
endilega að segja þessa sögu í réttri röð, af því að í rauninni er ekk-
ert til sem heitir rétt röð og þetta er ekki saga um menn sem gengu
í réttri röð. (44)
Það er nefnilega dálítið merkilegt að þegar ég segi að hér sé allt
satt og að hér þurfi engu að ljúga, þá er lygin oftar en ekki það
sem sannleikurinn snýst um, viðfangsefni hans, enda sannleikurinn
lyginni líkastur eins og þið hafið eflaust rekið ykkur á í þessari sögu
og lífinu sjálfu. (150)
39 Hér er stuðst við þrískiptingu Gérards Genette. Frásögnin skiptist í söguþráð (fr.
histoire, e. story), frásagnarorðræðu (fr. récit, e. narrative) og frásagnarathöfn. Sögu-
þráður er inntak frásagnarinnar, frásagnarorðræða er frásagnartextinn sjálfur, frá-
sagnarathöfn er ferlið eða athöfnin þar sem frásagnarorðræðan verður til, sjá
Narrative Discourse: An Essay in Method, þýð. Jane E. Lewin, Ithaca og N.Y.: Cor-
nell University Press, 1980, bls. 27. Venjulega er ekki nauðsynlegt að greina frá-
sagnarorðræðu og frásagnarathöfn í sundur, því að lesendur komast aðeins í tæri við
frásagnarorðræðuna, og athöfnin eða ferlið þar sem hún verður til skiptir litlu máli
fyrir frásögnina. En mörg dæmi sýna greinilega að fyrstu persónu sögumaðurinn
„ég“ í Hundadögum gerir frásagnarathöfnina sýnilega eins og oft er gert í sjálfsögum.
Rétt er að taka fram hér að þessi frásagnarathöfn er reyndar hluti af söguþræðinum,
því skáldsagan Hundadagar fæst umframt allt við að skrá niður sögur persóna.