Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 302
FRæðAMöRK
301
efni sem tengjast hruninu. Í inngangi að greinasafninu Andóf, ágreiningur
og áróður – en sumar ritgerðanna snerta óbeint ýmis mál sem voru ofar-
lega á baugi í kreppunni – má lesa: „Undirtitill þessarar bókar er Greinar
um heimspeki þar sem heimspeki er skilin víðum skilningi sem viðleitni til
að vekja spurningar, taka á þeim og kryfja mál til mergjar eftir efnum og
aðstæðum.“115 Þessi skilgreining á heimspeki skilur sig ekki með skýrum
hætti frá öðrum fræðigreinum. Skömmu síðar fylgir þó nánari útlegging
sem heimspekingar af ólíkum meiði ættu að geta tekið undir: „heimspeki
[er] tilraun til að takast á við grundvallarspurningar og almennar spurningar
um hlutina á forsendum rökhugsunar“. Jón kýs að kenna greinasafn sitt við
sérstök fræði, heimspeki, en leggur þó lítið upp úr því að afmarka hana skýrt
frá grannvísindum: „stundum vilja menn gera skýran greinarmun á því að
nálgast viðfangsefni á heimspekilegan hátt annars vegar og nálgast þau pól-
itískt, menningarlega eða félagslega hins vegar […] í þeim tilgangi að halda
heimspekinni hreinni, sulla ekki saman við hana málefnum sem strangt tekið
eigi ekki heima í henni og geti gert aðferð hennar og yfirvegun óskýra eða
óljósa. Þessi tilhneiging [hefur] í mörgum heimspekideildum […] leitt til
einangrunar heimspekinnar frá öðrum greinum félags- og hugvísinda. Þetta
er að mínu mati óheillavænleg þróun.“116 Taka má í grundvallaratriðum
undir þessa skoðun Jóns. Um kreppuskrif íslenskra heimspekinga verður þó
á heildina litið vart sagt að þau einkennist af hefðbundnum hreinleika.
við höfum þegar fengið innsýn í kenninganotkun heimspekinga og vísun
þeirra í kenningar mikilsvirtra hugsuða, samtímamanna jafnt sem heim-
spekinga fyrri alda. Eitt af því sem gerir þeim kleift að styðjast allt eins við
svo forna teoríu er að flestir heimspekingar telja kenningar eigin fræða ekki
hrekjanlegar með sama hætti og tíðkast gjarnan í vísindum. Einn þeirra
gæðamælikvarða sem beitt er á skrif heimspekinga er að þeir vinni frjótt úr
kenningum annarra hugsuða. Í þessum skilningi verður fyrrgreind beiting
vilhjálms Árnasonar á kenningu Habermas á lýðræðisþróun á Íslandi að telj-
ast skapandi.117 Gagnrýni annar heimspekingur slíka kenninganotkun væntir
hann þess varla að kenningin sé raunprófuð. Algengara er að lagt sé mat á
það hversu vel rökstudd hún er, hvort kenningin sé laus við mótsagnir eða
115 Jón Ólafsson, Andóf, ágreiningur og áróður. Greinar um heimspeki, Bifröst: Háskólinn
á Bifröst, 2009, bls. 7.
116 Sama rit, bls. 8.
117 Um mælikvarða á frumleika innan hug- og félagsvísinda sjá til dæmis Joshua Guetz-
kow, Michèle Lamont og Gregoire Mallard, „What is Originality in the Humanities
and the Social Sciences?“, American Sociological Review 2/2004, bls. 190–212.