Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 51
GuNNAR TómAS KRiSTóFERSSoN
50
Þar á meðal voru sýndar ljósmyndir með algerlega nýrri aðferð,
þannig, að allar hreyfingar sáust greinilega. mátti þar sjá vagna
renna eptir götunum, og fólkið ganga eptir þeim svo náttúrlega,
eins og það væri lifandi. Þar voru og sýnd veðhlaup, og þutu hest-
arnir áfram með fljúgandi ferð, en mannfjöldinn þyrptist saman
á götunum, og var það allt mjög eðlilegt, enda klöppuðu áhorf-
endurnir ákaflega við þessa sýningu. Var okkur sagt, að þetta væri
alveg ný uppfundning, og dáðust Englendingar mjög að henni.23
Sýningin sem Hannes var viðstaddur var á vegum eins mesta frumkvöðuls
kvikmynda á Englandi, Robert William paul (R.W. paul, 1869-1943) og
sýningarvélin var hans eigin smíð. paul hafði komist í kynni við kvikmynda-
tæknina í gegnum fyrri verkefni en ákvað að smíða sjálfur kvikmyndavél sem
hann svo betrumbætti og snemma árs 1896 kynnti hann hinn svokallaða
Theatrograph, fyrstu vélina á Bretlandseyjum sem gat varpað 35 mm kvik-
mynd upp á vegg.24 Í kjölfarið þróaði hann vél sína og kallaði hana Anima-
tographe og með því nafni var sýningin sem Hannes var viðstaddur auglýst
þann 26. ágúst 1896.
Dagskráin sem auglýst var í borgarblöðunum þann dag kemur heim og
saman við lýsingu Hannesar en klukkan 21:30 hófst animatographe dag-
skráin með Veðreiðunum (The Derby), fylgt eftir af Róðrakeppninni í Henley
(Henley Regatta) og Konunglegu brúðkaupi (The Royal Wedding), ásamt öðru
efni sem ekki er nefnt á nafn.25
myndirnar voru allar teknar upp af nánum samstarfsmanni paul, Birt
Acres, en saman hönnuðu þeir kvikmyndatökuvél sem kallaðist paul-Acres
vélin og með henni voru þeir með þeim fyrstu til að taka upp kvikmyndir
á Bretlandseyjum.26 paul og Acres framleiddu saman myndir en svo skildi
23 Hannes Þorsteinsson, ,,Ferðapistlar: Frá ritstjóra Þjóðólfs“, Þjóðólfur, 25. 09. 1896,
bls. 178-180, hér bls. 180.
24 John Barnes, ,,Robert William paul: British inventor, film producer“, Who´s Who of
Victorian Cinema, ritstj. Stephen Herbert og Luke mckernan, 2017, England, sótt
10. 02. 2019 af http://www.victorian-cinema.net/paul. David Bordwell og Kristin
Thompson, Film History: An Introduction, önnur útgáfa, New York: mcGraw-Hill,
2003, bls. 19. Af þessum myndum virðist aðeins Veðreiðarnar enn vera til á meðan
myndirnar af siglingakeppninni á Thames ánni og brúðkaupi Hákonar prins af Nor-
egi (síðar Hákon Vii) og maude prinsessu af Wales virðast glataðar.
25 The Morning Post, 26. 08. 1896, London, bls. 4.
26 David Bordwell og Kristin Thompson, Film History: An Introduction, bls. 19.