Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Qupperneq 106
„TAuMlAuST BlóðBAð áN liSTRæNS TilgANgS“
105
krossferð myndinni til höfuðs. Nánar verður gætt að Þjóðvilja-fárinu hér að
neðan, en áður en lengra er haldið er hins vegar rétt að gera stuttlega grein
fyrir ákveðnum grunnþáttum myndarinnar, og framsetningaráherslunum
sem orsökuðu hið mikla umtal.
Í breska dagblaðinu The Guardian var Cannibal Holocaust fyrir fáeinum
árum lýst sem „umdeildustu kvikmynd allra tíma“, og má það til sanns veg-
ar færa – nema kannski fyrir það að fremur mætti telja myndina alræmda
en umdeilda.77 Reyndar einkennist viðtökusaga myndarinnar af nokkurri
sundurleitni, aldrei hefur skapast almennileg sátt um hvort um málsmetandi
kvikmyndaverk sé að ræða eða ekki. Í nýlegri grein gerir julian Petely við-
tökusögu myndarinnar að umfjöllunarefni og ræðir þar m.a. þá miklu gagn-
rýni sem hún hefur hlotið fyrir rasíska og fordómafulla mynd af innfæddum
íbúum í Amazon, auk dýraníðsins, en kemst að þeirri niðurstöðu að „mynd
sem kallar fram alvarlegar og ígrundaðar vangaveltur um hluti á borð við
æsingarfýsn fjölmiðla og gægjuhvötina, framsetningarkóða í skáldskap og
skáldleysum, hefðir og viðhorf í garð dauða og birtingarmynda hans í nú-
tímasamfélögum, og gerir það á máta sem styggir ritskoðunarsinna, [geti]
ekki verið alls varnað“.78 líkt og orð Petelys gefa til kynna hefur kannski
heldur fjölgað í sveit hinna jákvæðu í seinni tíð, og er þá líka gjarnan bent á
að myndin hafi riðið á vaðið með „efnisfundar“-frásagnaraðferðina (e. found
footage), sem felur í sér að notast er við myndefni sem lítur út fyrir að vera
óunnið og hefur ekki til að bera þá fjarlægð og hlutleysi sem annars ein-
kennir kvikmyndatöku frásagnarmynda.79 Bandaríska hryllingsmyndin The
77 Steve Rose, „Cannibal Holocaust: Keep filming! Kill more people!“, The Guardian,
15. september 2011, sótt 4. júlí 2019 af https://www.theguardian.com/film/2011/
sep/15/cannibal-holocaust. Þess má geta að Simon Hobbs fjallar á ítarlegan máta
um það sem hann kallar „menningarlega ímynd“ myndarinnar – og á þar við upp-
safnaða menningarlega merkingarauka sem móta viðtökur hennar í samtímanum – í
greininni „Cannibal Holocaust: The Paratextual (Re)construction of History“, Po-
pular Media Cultures: Fans, Audiences and Paratexts, ritstj. lincoln geraghty, New
York og london: Palgrave Macmillan, 2015, bls. 127–149.
78 julian Petely, „Cannibal Holocaust and the Pornography of Death“, Spectacle of the
Real: From Hollywood to Reality TV and Beyond, ritstj. geoff King, Bristol og Port-
land: intellect, 2005, bls. 173–187, hér bls. 184.
79 Í raun er það afar útbreidd túlkun á Cannibal Holocaust og kvikmyndasögulegu mikil-
vægi hennar að þar sé „efnisfundar“-aðferðinni beitt í fyrsta sinn. Það er fjarri sanni.
Í bandarísku kvikmyndinni Punishment Park (1971) eftir Peter Watkins er þessari
aðferð beitt frásögnina út í gegn. Þá er „efnisfundar“-aðferðinni beitt í hrollvekj-
unni The Legend of Boggy Creek (Charles B. Pierce, 1972), og raunar er Cannibal
Holocaust ekki einu sinni fyrsta ítalska mannætumyndin til að notast við aðferðina.