Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Qupperneq 138
„TvEGGJa Hæða HÚS Á BESTa STað Í BænUM“
137
myndinni. draugurinn sem mætir á fundinn reynist þó blekkingin ein því
sár barnsgráturinn sem hljómar þar reynist vera spilaður af snældu. Ásóknin
sem fram fer í Húsinu er af sama toga. Það er enginn eiginlegur drauga-
gangur í myndinni heldur eru áhorfendur, rétt eins og gestir miðilsfundar-
ins, gabbaðir um stund með klippingum og hljóðbrellum til að trúa því að
reimt sé í húsinu. Þó að afturgöngurnar séu ekki hefðbundnir draugar fjallar
myndin engu að síður um óhugnanlega heimsókn úr fortíðinni.5
Skáldsögur og kvikmyndir um reimleikahús eru gjarnan auðþekktar af
titlinum einum, enda vísar hann oftar en ekki til sjálfs hússins.6 Titill kvik-
myndarinnar Húsið: trúnaðarmál gefur þannig til kynna hvort tveggja reim-
leikahúsið og leyndarmálið sem það hýsir, sem eru tvær grunneiningar
reimleikahúsafrásagna.7 Það má einnig líta á titilinn sem vísbendingu um
5 Það er reyndar endurtekið minni í kvikmyndum Egils Eðvarðssonar. Húsið, Djákn
inn (1988) og Dómsdagur (1989) eiga það allar sameiginlegt að hið liðna er sært fram
með einhverju móti og sækir að sögupersónum. Kvikmyndin Agnes (1995) er undan-
tekning þar sem ekki mætast tvö tímasvið í myndinni – þó má hugsa sér að söguleg
fortíð sæki að minnsta kosti að áhorfendum á meðan þeir horfa. Um er að ræða
hefðbundið frásagnareinkenni reimleikahúsasagna sem rekja má að minnsta kosti
allt aftur til frásagnar rómverska lögfræðingsins Pliniusar yngri frá því 62–113 f. kr.
um gamlan mann sem verður var við reimleika í húsi sem hann dvelur í. Til þess
að kveða niður drauginn þarf íbúinn að leysa morðmál, finna jarðneskar leifar hins
myrta og veita þeim réttmæta greftrun. Sjá, Pliny the Younger, 1909–14, „LXXXiii.
To Sura“, „Letters, by Pliny the Younger“, þýð. William Melmoth, ritstj. Charles W.
Eliot, new York: P. F. Collier & Son, sótt 12. ágúst 2019 af https://www.bartleby.
com/9/4/1083.html.
6 nefna má söguna „The Fall of the House of Usher“ eftir Edgar allan Poe, skáld-
söguna The Haunting of Hill House eftir Shirley Jackson, The Legend of Hell House
eftir Richard Matheson, The House Next Door eftir anne Rivers Siddons, Slade House
eftir david Mithcell og svo mætti lengi telja. Húsasögur Shirley Jackson, en auk The
Haunting of Hill House má nefna We Have Always Lived in the Castle, eiga ríkan þátt í
að móta grundvallarkenningar um reimleikahúsahefðina, þá helst sú fyrrnefnda. Það
er ekki einungis vegna sögusviðsins, heldur vegna þess að hús í skáldskap Jackson
hafa gjarnan persónueinkenni og geta jafnvel beitt kröftum sínum til illra verka. Sjá
Lenemaja Friedman, Shirley Jackson, Boston, Ma: Twayne’s U.S. authors Series,
1975, bls. 132.
7 Björn G. Björnsson lýsir tilurð titilsins reyndar þannig í viðtali við Helgarpóstinn
fyrir frumsýningu kvikmyndarinnar: „við sóttum um styrk í kvikmyndasjóð í fyrra
til þess að gera mynd, sem hét Húsið, en við fórum fram á, að farið yrði með nafn og
efni myndarinnar sem trúnaðarmál. Á öllum okkar umsóknum og blöðum stóð alltaf
„trúnaðarmál“. Þegar hitt nafnið strikaðist síðan út, fór vinnuheiti myndarinnar að
verða „Trúnaðarmál“. við vorum hræddir við það á tímabili, að ef hún héti Húsið,
myndi athyglin beinast of mikið að húsinu, sem er bara einn þáttur í myndinni. En
þegar við vorum komnir vel af stað með hana, kom í ljós, að hún átti að heita Húsið
áfram. við tímdum svo ekki að missa Trúnaðarmálsnafnið út, þar sem búið var að