Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 238
ÁHRIF SIðBóTARInnAR Á ÍSLAnDI
237
ustu á miðöldum. Mest hefur hugsanlega munað um þetta þegar sjúkir og
ekki síst langveikir áttu í hlut. Þó eru til heimildir um að í Viðey hafi verið
stunduð fátækraframfærsla eftir að klaustureignirnar féllu undir konung og
svo virðist líka hafa verið um önnur klaustur.124
Kenning Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur hefur verið gagnrýnd upp á
síðkastið og því haldið fram að í stað þess hruns sem hún gerir ráð fyrir
í fátækraframfærslunni hafi miklu fremur gætt samfellu og jafnvel meiri
samfellu hér á landi en víða erlendis vegna þess hve ríkar skyldur innlend
löggjöf lagði á veraldlega aðila á þessu sviði.125 En af samfélagsins hálfu var
hlutverkum á sviði framfærslunnar skipt milli ættmenna, hreppsins og al-
mennings sem ætlað var að ala þurfamenn á vergangi. Á vettvangi kirkjunnar
komu ýmsar stofnanir að fátækramálunum auk klaustranna: biskupsstólar,
klaustur, sælu- eða kristbú og einstakir kirkjustaðir einkum kirkjulén.126 Það
er sérstakt rannsóknarefni hvort skerfur annarra kirkjustofnana en klaustra
rýrnaði við siðaskiptin þó kirkjuskipanin kvæði ekki á um framlag þeirra.127
Hér ber einkum að líta til biskupsstólanna og ríkari prestssetra (kirkjuléna).
Af gagnrýninni á hrun-kenningu Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur verður á
hinn bóginn ekki ályktað að áhrifin hafi verið gagnstæð, þ.e að siðaskiptin
hafi haft jákvæð áhrif í þessu efni eða stuðlað að aukinni velferð til skamms
eða langs tíma.128
Örlítið átak var gert á sviði velferðarmála hér um miðbik 17. aldar er
stofnaðir voru fjórir spítalar sem voru hæli fyrir illa haldna förumenn og
þá einkum holdsveikisjúklinga enda var gert ráð fyrir slíkum stofnunum
í kirkjuskipan Kristjáns III. Konungur reyndist fús til að leggja til þeirra
eignir og gjaldstofna. Reksturinn varð aftur á móti erfiður bæði vegna veiks
framkvæmdavalds og embættisstjórnar í landinu og andstöðu landsmanna
við nýjar álögur. Spítalarnir voru því vanburðugar og fámennar stofnanir
og hafa tæpast breytt miklu fyrir stöðu hinna verst settu.129 Athyglisvert er
124 Sama rit, bls. 138. guðmundur J. guðmundsson, „„Jtem fatige folck ... j vett smor“:
nokkur álitamál varðandi fátækraframfærslu eftir siðaskipti“, Saga LV: 2/2017, bls.
177–186.
125 Loftur guttormsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Siðaskiptin og fátækraframfærsla“,
bls. 142–143.
126 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að ofan, bls. 103–108. Vilborg Auður
Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenningar“, bls. 91–117, 121–122.
127 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að ofan, bls. 300, 304. Loftur guttormsson og
Helgi Skúli Kjartansson, „Siðaskiptin og fátækraframfærsla“, bls. 121, 138–142.
128 Sjá þó guðmundur J. guðmundsson, „„Jtem fatige folck““, bls. 185–186.
129 „Den danske kirkeordinans, 1539“, bls. 216–218. Helgi Þorláksson, „undir einveldi“,