Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 93
BjöRN ÞóR VilHjálMSSoN
92
skapaði í þessum skilningi tilfinningu fyrir skyndilegum hafsjó af ögrandi
myndefni sem lítil meðvitund var um að væri á annað borð til.
„hvers kyns misþyrmingar á mönnum og dýrum“
Hlutverk talsmanna frumvarpsins um bann við ofbeldismyndum á Íslandi
var tvíþætt, annars vegar þurfti að færa rök fyrir nauðsyn lagasetningarinnar
og hins vegar réttlæta frelsisskerðinguna sem í henni fólst. Væri ekki tekist á
við síðarnefnda atriðið var viðbúið að þótt sátt næðist um nauðsyn aðgerða
yrði annarra og mildari leiða leitað til að ná umræddum markmiðum. Í þjóð-
félagsumræðunni var Þorbjörn Broddason félagsfræðingur atkvæðamikill
málsvari fyrirhugaðrar lagasetningar, enda hafði hann verið ráðherra innan
handar við samningu frumvarpsins. Þorbjörn lagði áherslu á að skilgreina
bannlausnina sem þá einu sem líkleg væri til árangurs, ef á annað borð væri
gengist við mikilvægi þess að vernda börn fyrir óværunni á myndbandaleig-
unum.53 Ýmislegt fleira kom þó auðvitað við sögu og ef hugað er að nauð-
synjarökunum og aðferðunum sem notaðar voru til að réttlæta lögin gefur
að líta bæði mikilvægustu átakalínur málsins og þá samfélagsgreiningu og
menningarsýn sem mótaði áherslur lagasetningarinnar.
Eins og þegar hefur komið fram átti nauðsyn lagasetningarinnar sér sína
mikilvægustu undirstöðu í myndbandavæðingunni. Rekstur myndbanda-
leigna hafði undið hratt upp á sig en um leið var um eftirlitslausan markað
að ræða þar sem börn höfðu að því er virtist aðgang að fjölda kvikmynda sem
ekki voru við þeirra hæfi.54 Sýnu alvarlegastar í því sambandi voru „ofbeldis-
myndbandsmeinsemda og hvernig hún virkaði upp að ákveðnu marki eins og
fljótandi táknmynd, fleiri börðu hana augum en sáu myndina og kápuímyndin var
endurframleidd með ýmsum hætti í menningunni (myndir af myndbandskápum
birtust gjarnan í fjölmiðlum, svo dæmi sé nefnt), og átti þess þannig kost að „fram-
kalla skynræn áhrif og valda áfalli á svipskotsstundu“. Kate Egan, Trash or Treasure?
Censorship and the Changing Meanings of the Video Nasties, Manchester og New York:
Manchester university Press, 2007 bls. 57.
53 Þorbjörn Broddason, „Ráðstafanir gegn ofbeldiskvikmyndum“, DV, 7. febrúar
1983, bls. 12–13. Þá var Þorbjörn reiðubúinn til að spjalla við fjölmiðla um málið,
eins og sjá mátti í Þjóðviljanum nokkru fyrr, „Brýnt að frumvarpið nái fram fyrir
þinglok – segir Þorbjörn Broddason“, Þjóðviljinn, 13. janúar 1983, bls. 1.
54 Menntamálaráðuneytið setti á laggirnar svokallaða myndbandanefnd í september
1981 og var henni ætlað að gera úttekt á notkun og umfangi þessarar nýju tækni
og koma með ábendingar um hvernig haga bæri umsjón með hinum nýtilkomna
markaðsvettvangi í framtíðinni. Niðurstöður nefndarinnar sneru fyrst og fremst að
réttindamálum og bent var á að höfundarréttamál væru öllu jafnan í ólestri. um
þetta má lesa í fróðlegri BA ritgerð jóhanns Heiðars árnasonar frá 2014, „Þegar
myndbandstækið kom til Íslands. Myndbandavæðing Íslands á níunda áratugnum“,