Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 73
BjöRN ÞóR VilHjálMSSoN
72
lagasetningin árið 1983 gjörbreytti verksviði Kvikmyndaeftirlitsins frá
því sem áður var, en allt frá stofnun þess árið 1932 hafði formlegt hlut-
verk nefndarmanna falist í því að meta hvort kvikmyndir sem fyrirhugað
var að taka til sýninga í íslenskum kvikmyndahúsum væru við hæfi barna,
og gæta þess að aðgengi að myndum sem það voru ekki væri takmarkað,
eins og með því að banna þær yngri en 16 ára.6 Starfsramma Kvikmynda-
eftirlitsins má rekja til nýrra barnaverndarlaga en kvikmyndaskoðunar-
lögin 1932 voru hluti af þeim, og hélst lagasetningin í hendur við stofnun
barnaverndarnefnda.7 um þetta hefur Skarphéðinn guðmundsson fjallað í
greininni „„Hvar er lögreglan?“ Spilling æskunnar og upphaf kvikmynda-
eftirlits“ þar sem hann rekur hvernig sívaxandi gagnrýni á myndaúrval kvik-
myndahúsanna í Reykjavík leiddi að lokum til aðgerða af hálfu hins opin-
bera. Raunar er forvitnilegt að íbúar höfuðstaðarins hafi þegar verið farnir
að gjalda kvikmyndum varhug sökum ósiðlegra efnistaka árið 1912, en jafn-
framt sýnir Skarphéðinn svo ekki verður um villst að uppeldissjónarmið hafi
frá byrjun verið þungamiðja gagnrýninnar á hinn nýja miðil.8 Rétt er að
og náttúrlega máli mínu til stuðnings þurfti ég að sýna vel valin atriði úr þessum
myndum. En málið er að þetta var í Vinabæ og það hefur örugglega gömul kona
arkað inn í Vinabæ, einhver villuráðandi [sic] gömul kona labbað þarna inn og hún
hefur örugglega haldið að hún væri að fara á bingókvöld. Við blasir bara gums. Þessi
kona hefur hringt á lögregluna. Það næsta sem ég vissi, ég var akkúrat að Dj-a á
skólaballi á Hótel Íslandi, koma lögreglumenn inn í Dj-búrið, þeir voru rosalega
kurteisir og sögðu: „Við erum hingað komnir til þess að handtaka þig því okkur
barst kvörtun, þú veist, útaf bíósýningum.“ „Páll óskar var handtekinn“, DV.is, 9.
ágúst 2019, sótt 13. ágúst 2019 af https://www.dv.is/fokus/2019/08/09/pall-oskar-
var-handtekinn-thetta-er-skrytnasta-handtaka-sem-eg-hef-heyrt-um/.
6 Myndir voru fyrstu áratugina ýmist metnar við hæfi barna eða ekki, og ef þær voru
ekki við hæfi barna var miðað við sextán ára aldursmarkið. Þegar barnaverndarlögin
voru endurskoðuð 1966 var hins vegar gert ráð fyrir fleiri aldursflokkum og hefð
varð til um að banna myndir ýmist innan tólf ára, fjórtán eða sextán.
7 Saga barnaverndar á Íslandi hefur ekki verið skráð en vísi að slíkri umfjöllun er að
finna í kafla Braga guðbrandssonar, „Barnavernd og uppeldisstofnanir – Saga stofn-
ana fyrir börn og samfélagsbreytingar um miðja 20. öld“, sem birtist sem viðauki í
skýrslu vistheimilanefndar um Breiðavíkurheimilið, sjá Skýrsla nefndar samkvæmt lög-
um nr. 26/2007 – Könnun á starfsemi Breiðavíkurheimilisins 1952-1979, bls. 170–300,
Stjornarradid.is, 31. janúar 2008, sótt 10. ágúst 2019 af https://www.stjornarradid.is/
media/forsaetisraduneyti-media/media/Skyrslur/Breidavik_skyrsla_2.pdf?fbclid=-
iwAR1uVlpFuHtjjox5rk16f1rCYu3t2r9lsH-q40u2c-uKCRgHwpWjhDFkoKA.
8 Ísland var ekkert einsdæmi þegar að orðræðu af þessu tagi kemur, áþekkar áhyggjur
gerðu vart við sig víða. Má þar nefna skrif bandaríska siðbótamannsins Wilburs F.
Crafts um kvikmyndir og áhrif þeirra á börn frá árinu 1910, en fleyg urðu ummæli
hans um kvikmyndir sem „skóla [...] í siðleysi og glæpum [sem] láta aldrei deigan
síga, og bjóða hverju því barni sem undir höndum hefur fimmeyring ferð til hel-