Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 176
ÞýðINGAR, ÞjóðARBÍó oG HRIFmAGN
175
listamönnunum sem starfa við gerð myndarinnar. Hvenær er mynd þjóðleg
með öðrum orðum og hvenær hafa tengingarnar við þjóðarhugtakið losnað
í slíkum mæli að landfesti sé glatað og hugmyndin um þjóðerni er orðin svo
vandasöm að hún er jafnvel farin að þvælast fyrir? Þjóðarbíóið er í því ljósi
hugtak sem er uppfullt af ólíkum merkingaraukum, sem stundum vilja lenda
í þversögn hver við annan. Auk þess verður hugmyndin um þjóðarbíó hluti
af stærra merkingarsamhengi, samhengi sem tekur til hugmynda um þjóð-
erni, þjóðarvitund, þjóðarsjálfsmynd og sjálfstæði, auk annarra hugmynda
um sérstöðu þjóða í samanburði við önnur ríki og þjóðlönd.
Þá tengist hugmyndin um þjóðarbíó óhjákvæmilega hefðum og hug-
myndum um þjóðarbókmenntir og menningarlegri sjálfsmynd þjóða í
þverþjóðlegu, alþjóðlegu og hnattrænu samhengi, sem einmitt er kveikja
ofangreindrar spurningar um skilgreiningu og endimörk þjóðarbíósins. Ís-
lendingar urðu til að mynda snemma meðvitaðir um mikilvægi þjóðlegra
birtingarmynda á hvíta tjaldinu og hingað sóttu ófáir kvikmyndagerðarmenn
í þeim tilgangi að búa til það sem í dag er vísað til sem „Íslandsmynda“.3
Kvikmyndin var í vissum skilningi fyrsta hnattræna menningarformið, list-
form sem dreift var um víða veröld og lét ekki stöðvast af landamærum,
tungumálaveggjum eða öðrum áþekkum hindrunum. Það er ekki síst af
þeim sökum sem ríkisvaldi flestra þjóða hefur löngum verið umhugað um
kvikmyndamiðilinn, og þá ýmist leitast eftir að stýra honum innan sinna
landamæra, nú eða styðja við framkomu kvikmyndaiðnaðar, stofna og svo
móta sitt eigið þjóðarbíó. Higson dregur hins vegar fram að um vandasamt
verkefni sé ávallt að ræða, og komi þar til í senn innbyggður þverþjóðleiki
kvikmyndamiðilsins, hvurs fjármögnunarformgerð hefur í áranna rás sífellt
orðið fjölþjóðlegri, og mótsagnakenndar hugmyndir um hið þjóðlega.
Hrifmagn, kvikmyndir og framúrstefna
Tom Gunning er prófessor við listasögu, kvikmynda- og nýmiðladeild
Háskólans í Chicago. Hann er höfundur bókanna D.W. Griffith og upp-
runi bandarísku frásagnarkvikmyndarinnar, Kvikmyndir Fritz Lang: táknsögur
sjónar og nútíma og Órar litanna í árbíóinu.4 Gunning er þar að auki mikil-
virkur greinahöfundur á sviði árbíósins, kvikmyndasögu, kvikmyndakenn-
inga, framúrstefnukvikmynda, greinafræða og módernisma og telja útgefnar
3 Íris Ellenberger, Íslandskvikmyndir 1916-1966: ímyndir, sjálfsmynd og vald, Reykjavík:
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 2007.
4 Tom Gunning, D.W. Griffith and the Origins of American Narrative Film: The Early