Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 46
uppHAF KViKmYNDAALDAR á ÍSLANDi
45
uppfinningarnar á sömu grunnhugmynd: Að varpa mynd á vegg til skemmt-
unar og fróðleiks.4 Töfralampinn á rætur sínar að rekja til 17. aldar í Evrópu
en fyrstu heimildir um slíkan lampa á Íslandi eru þó mun yngri.5 mynd-
formin sem komu úr töfralömpum voru kölluð skuggamyndir og því voru
skemmtanir oft auglýstar undir þeim titli. Þó voru skuggamyndir án töfra-
lampa og skyggnumynda einnig auglýstar sem skemmtun þar sem menn
gerðu skuggamyndir einungis með höndunum eða úrklippum og ljósi. Því
er ekki alltaf augljóst við hvað er átt í heimildum þegar minnst er á skugga-
myndir. Heimildir um fyrstu skuggamyndasýningarnar á landinu er að finna
í auglýsingu í Þjóðólfi árið 1859 þar sem Daninn C. Boderup er skráður fyrir
sýningunum og telur inga Lára Baldvinsdóttir í umfjöllun sinni um skugga-
myndasýningar í bókinni Sigfús Eymundsson: Myndasmiður þær vera fyrstu
sýningarnar með skyggnumyndum á landinu.6 Í Ísafold árið 1874 var auglýst
að skuggamyndir yrðu sýndar til styrktar Sunnudagaskólanum í samkomu-
salnum í Glasgow-húsinu sunnudaginn 1. mars.7 miðasala var á heimili
Sigfúsar Eymundssonar ljósmyndara sem sá um sýninguna. Sigfús var ötull
frumkvöðull í ljósmyndun á landinu en meðfram ljósmyndastarfinu stundaði
hann verslunarstörf og innflutning og stofnaði meðal annars verslunina Ey-
mundsson árið 1872. Samkvæmt bók ingu Láru Baldvinsdóttur Sigfús Ey-
mundsson: Myndasmiður hafði Sigfús staðið fyrir skuggamyndasýningum
þegar árið 1870 en aftur á móti telur hún að Sigfús hafi verið að sýna skugga-
4 Töfralampinn byggði á þeirri virkni að varpa ljósi í gegnum linsu til að framkalla
mynd á stærri fleti, með því að lýsa í gegnum slæðu með mynd var hægt að sýna
myndina upp á vegg í stækkaðri mynd. Nánar má lesa um sögu og virkni töfralampans
í: H. mark Gosser, ,,Kircher and the Lanterna magica – A Re-examination“, Journal
of the Society of Motion Picture and Television Engineers, október/1981, bls. 972-978
og Laurent mannoni, The Great Art of Light and Shadow: Archaeology of the Cinema,
Exeter: university of Exeter press, 2000.
5 Charles musser, The Emergence of Cinema: The American Screen to 1907, New York:
Charles Scribner´s Sons, 1990, bls. 20. inga Lára Baldvinsdóttir, Sigfús Eymundsson:
Myndasmiður, frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar, Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands,
2013, bls. 35.
6 inga Lára Baldvinsdóttir, Sigfús Eymundsson, bls. 35. minnst er á skuggamynda-
sýningar nokkru fyrr í auglýsingu fyrir sögulegan fyrirlestur í ,,gamla veitingahúsi
bæjarins“ árið 1853. En þar er sagt: ,,að hlýða á [fyrirlesturinn] kostar eins og að
horfa á skuggamyndir, 4skk. fyrir hvern mann.“ Svo virðist sem sú skemmtun að
horfa á skuggamyndir hafi þegar verið þekkt í Reykjavík og að slíkar sýningar hafi
farið fram gegn greiðslu. Ekki hafa aðrar heimildir fundist fyrir tilvist eða eðli sýn-
inganna og því ekki víst hvort um skyggnusýningar er að ræða eða einfaldar skugga-
myndir. Ingólfur, 12. 02. 1853, bls. 12.
7 Víkverji, 28. 02. 1874, bls. 34.