Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 299
DAvÍð G. KRISTInSSOn
298
ræði“.99 Á hinn bóginn „sver íslensk lýðræðisþróun eftir hrun sig nokkuð í
ætt við það sem Habermas nefnir lýðveldislíkanið […]. Samkvæmt því færist
megináherslan frá stjórnkerfinu yfir á þjóðina sem pólitíska einingu er deilir
markmiðum, gildum og sjálfsmynd.“100 Þriðja lýðræðislíkanið, sem kennt er
við rökræðu, notar vilhjálmur svo til að varpa ljósi á takmörk hinna tveggja
og kynna til sögunnar líkan af ákjósanlegu lýðræði framtíðarinnar á Íslandi:
„Ólíkt lýðveldiskenningunni, leggur rökræðukenningin ekki þá byrði á ein-
staklingana sjálfa að takast á við málin í beinni þátttöku enda ráðast þá afdrif
lýðræðisins um of af dygðum borgaranna. Meginatriðið er að rökræðukrafan
verði innbyggð í stofnanir og ferli lýðræðissamfélagsins“.101 vilhjálmur virð-
ist hér leggja hugtökin líkan og kenning nokkurn veginn að jöfnu, t.d. hug-
tökin lýðveldislíkan og lýðveldiskenning.
Auk þess að beita kenningu til að skýra lýðræðisþróun á Íslandi gagnrýnir
vilhjálmur ákveðna tegund aðferðafræðilegrar einstaklingshyggju sem sé of
einföld til að gera hinni flóknu samfélagsgerð fyrir hrun skil. Áherslan á
hina samofnu þjóðfélagsgerð endurómar óbeint ábendingu sem vilhjálmur
hlaut, ekki frá háskólasamfélaginu, heldur formlega séð frá forseta Alþingis
um að orsakatengslin kunni að teygja sig yfir á önnur svið. Í skipunarbréfi til
vinnuhóps um siðferði og starfshætti segir m.a.: „Athugunin á ekki að ein-
skorðast við starfshætti og siðferði á fjármálamarkaði heldur kunna önnur
svið samfélagsins einnig að koma til skoðunar.“102 vilhjálmur greinir frá því
að „nefndarmeðlimir hafi fljótt áttað sig á því að þeir gætu ekki skýrt að-
gerðir innan fjármálageirans og áhrif þeirra án þess að rannsaka þær í víðara
samhengi […] rannsaka siðferði og starfshætti í […] viðskipta- og fjármála-
geiranum, stjórnsýslu- og stjórnmálageiranum, og félags- og menningar-
geiranum“.103
Gagnrýni vilhjálms á frumsetningu einstaklingshyggjunnar ber keim af
99 Sama rit, bls. 12.
100 Sama rit, bls. 23.
101 Sama rit, bls. 48.
102 vilhjálmur Árnason, Salvör nordal og Kristín Ástgeirsdóttir, „Siðferði og starfs-
hættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008“, Aðdragandi og orsakir falls íslensku
bankanna 2008 og tengdir atburðir, 8. bindi, ritstj. Páll Hreinsson, Sigríður Bene-
diktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson, Reykjavík: Rannsóknarnefnd Alþingis, 2010,
bls. 7–243, hér bls. 7.
103 vilhjálmur Árnason, „Something Rotten in the State of Iceland. ‚The Production of
Truth‘ about the Icelandic Banks“, Gambling Debt. Iceland’s Rise and Fall in the Global
Economy, ritstj. Gísli Pálsson og Paul Durrenberger, Boulder: University Press of
Colorado, 2014, bls. 47–59, hér bls. 48.