Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 85
BjöRN ÞóR VilHjálMSSoN
84
spænis „menningarlegum stofnunum“ og þeirra áætlunargerð.42 Í dag má
nálgast kvikmyndasöguna í gegnum streymisveitur og horfa þegar hentar, en
fyrir tíma myndbandstækisins var engu slíku fyrir að fara. Sýningardagskrá
kvikmyndahúsa og sjónvarpsstöðva var niðurnegld, og Dobrow rekur fyrsta
vísinn að þeim sveigjanlegu neysluformum sem sjálfsögð eru í dag aftur til
upptökuhæfileika myndbandstækjanna.43 lengra má þó fara með þessa hug-
mynd og benda á að hafi kvikmyndaunnandi árin og áratugina fyrir tilkomu
myndbandstækninnar haft hug á að berja klassískar kvikmyndir á borð við
King Kong (Merian C. Cooper og Ernest B. Schoedsack, 1933) eða Meyjar-
lindina (Jungfrukällan, ingmar Bergman, 1960) augum hafi fáir góðir kostir
boðist. Heppilegast hefði hreinlega verið að vera á lífi þegar viðkomandi
myndir voru upphaflega sýndar í kvikmyndahúsum. Annar kostur var að
vera búsettur í menningarlegri höfuðborg af því tagi er skartaði listabíó-
um eða kvikmyndatekum (fr. cinemateque), stofnunum sem áttu í samstarfi
hver við aðra um að viðhalda kvikmyndaarfinum með markvissum endur-
sýningum. Þriðji kosturinn var svo sjónvarpið en frá því um miðjan sjötta
áratuginn hófu framleiðslufyrirtæki að selja sýningarréttinn á myndum
sínum til sjónvarpsstöðva. En allir eru þessi kostir auðsjáanlega tilviljunum
háðir – kvikmyndir voru alltaf leiksoppar tímans og var ógnað af honum á
máta sem markaði viðtökunum sértækan farveg. Tilkoma myndbandaleig-
unnar breytti þessu nánast í einu vetfangi. Útgáfa eldri kvikmynda varð eitt
helsta keppikefli kvikmyndafyrirtækja í myndbandabyltingunni og áður en
langt um leið var „hefðin“ aðgengileg áhugasömum. Kvikmyndaáhorfendur
öðluðust vald yfir tímanum og með nýfengnu aðgengi að kvikmyndasögunni
umbreyttust væntingamörk þeirra.
Sá „böggull“ fylgdi hins vegar skammrifi að það var ekki aðeins klassíkin
sem gefin var út á myndbandi. umfangsmikil hliðararfleifð ódýrra brask-
mynda og jaðarmynda hafði með myndbandinu fundið sitt kjörlendi. Nauð-
synlegt er að hafa framleiðslusamhengi þeirra og menningarlega virkni
innan afmarkaðra þjóðarbíóa og síðan heimsbíósins í huga þegar þáttur
myndbandstækninnar í siðferðisuppþoti bannlista og ritskoðunar er skoð-
42 julia Dobrow, „introduction“, Social and Cultural Aspects of VCR Use, ritstj. julia
Dobrow, london og New York: Routledge, 2009, bls. 1-5, hér bls. 3-4.
43 áþekkar hugmyndir um þýðingu myndbandstækninnar eru reifaðar af ian Bogost
í greininni „Rest in Peace, VCR: An Elegy For the Machine That let People
Travel Through Time—But only By a little“, The Atlantic.com, 26. júlí 2016, sótt
14. maí 2019 af https://www.theatlantic.com/technology/archive/2016/07/vrc-is-
dead/492992/.