Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 96
„TAuMlAuST BlóðBAð áN liSTRæNS TilgANgS“
95
Í ljós kemur að eftirlit á myndbandaleigum getur þegar öllu er á botninn
hvolft aldrei verið nægilega strangt eða skilvirkt, ekki ef fyrirbyggja átti að-
gengi barna að tilteknum myndum með óyggjandi hætti. jafnvel þótt hægt
væri að ganga úr skugga um að aðeins fullorðnir tækju „ofbeldismyndirnar“
í útleigu yrði að teljast líklegt að myndbandsspólurnar kæmu til með að enda
inni á heimilum þar sem ekki væri hægt að útiloka að börn hefðu búsetu. Í
framhaldinu gætu börnin komist í tæri við myndbandsspólurnar sem fluttar
höfðu verið inn á heimilið og beðið færis á að horfa á myndbandið, annað
hvort heima hjá sér eða vinum sínum. Hættan helgaðist af hóphegðun barna
og mismuninum á svokölluðum „fjölskyldumiðlum“ annars vegar og „hóp-
miðlum“ hins vegar, en samkvæmt þeim sérfræðingum sem vísað var til af
ráðherra tilheyrir sjónvarpið fyrrnefnda flokknum (fjölskyldan safnast sam-
an umhverfis sjónvarpið meðan dagskráin er send út og þannig er sjálfkrafa
gætt að áhorfi barnanna), en myndbandstækið er hópmiðill:
Venjulegt sjónvarp á heimilum manna er, eins og fjölmiðlafræð-
ingar hafa gjarnan kallað það, fjölskyldumiðill. Fjölskyldan safnast
þar saman og fylgist með því efni sem þar er á boðstólum. Það er
að sjálfsögðu talsverð regla á því hvaða efni er sýnt í hinu almenna
sjónvarpi. En aftur á móti er það svo um vídeótækin, að þau verða
eins konar hópmiðill sem fólk á líkum aldri eða með lík áhugamál
safnast utan um og verður sér úti um efni til að sýna í. Það mun
hafa talsvert borið á því einmitt, að unglingar rotta sig saman um
að sitja við vídeótæki og safna að sér efni, sem er að þeirra dómi
æsilegt og spennandi og gaman að sjá, og þá er ekkert efamál að þar
slæðist innan um margs konar efni sem börnum og unglingum er
síst hollt að sjá og mundi áreiðanlega ekki verða sýnt í kvikmynda-
húsum, þar sem kvikmyndahúsin eru háð eftirliti kvikmyndaskoð-
unarmanna og hafa að sjálfsögðu sína stefnu í því hvað sýna skuli
almennt talað.58
efni, sem haft getur skaðleg áhrif á börn skv. framanskráðu. jafnframt er óheimilt að
selja eða leigja slíkt efni til fullorðinna, nema þeir undirriti yfirlýsingu um að þeir
ábyrgist að myndefnið verði ekki til sýningar fyrir börn.“ Það sem er forvitnilegt
við þetta frumvarp er að þar er talið nægja að binda í lög að myndbandaleigur skuli
ekki leigja börnum bannaðar myndir, og andstætt ríkisstjórnarfrumvarpinu brýtur
það því ekki á stjórnarskrárvörðum réttindum. „154. Frumvarp til laga um breyting
á lögum nr. 53/1966, um vernd barna og ungmenna [144. Mál]“, Althingi.is, sótt 19.
maí 2019 af https://www.althingi.is/altext/105/s/pdf/0154.pdf.
58 ingvar gíslason, „158. mál, bann við ofbeldiskvikmyndum – Dálkur 1555 í B-deild
Alþingistíðinda (1316)“, Althingi.is, 26. janúar 1983, sótt 13. júni 2019 af https://