Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 26
LjÓS Í MYRKRI
25
aðeins sem sterkar tilfinningaverur sakir nálægðar við óhamin náttúruöfl
heldur eru þær leynt og ljóst útskýrðar sem slíkar fyrir áhorfendum. Kvik-
myndirnar eru því þverþjóðlegar í þeim skilningi að sú ímynd sem dregin er
upp af íslenskri þjóð er fyrst og fremst ætluð öðrum þjóðum.10 Umleitanir
Halldórs Laxness í Hollywood nokkrum árum síðar eru af sama toga, þar
sem hann setur saman nokkurs konar drög að handriti (e. treatment) fremur
en eiginlegt handrit, sem hann kallaði sjálfur „nokkrar útlínur“. Frásagnar-
lýsing þeirra er ansi hrá þótt vissulega megi greina í þeim einhverja vísa að
skáldsögunni Sölku Völku.11
Það var Loftur Guðmundssson sem gerði fyrstu eiginlegu íslensku frá-
sagnarmyndina, stuttmynd innblásna af Charlie Chaplin sem hét Ævintýri
Jóns og Gvendar (1923), og hefur varðveist af henni hér um bil tveggja mín-
útna bútur, þar sem sjá má Tryggva Magnússon líkja eftir flækingi Chaplins.
Aldarfjórðungi síðar leikstýrði Loftur svo fyrstu íslensku leiknu myndinni í
fullri lengd Milli fjalls og fjöru (1949) og ekki löngu síðar Niðursetningnum
(1952). Þá vöktu myndir Óskars Gíslasonar Síðasti bærinn í dalnum (1950) og
Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra (1951) ekki minni áhuga hjá landsmönnum.
Ólíkt heimildarmyndum fimmta áratugarins horfðu allar þessar myndir til
fortíðar og sóttu þjóðarímyndina til sveita landsins. Birtist það skýrast í Síð-
asta bænum þar sem dularfull ógn herjar á hefðbundinn íslenskan bóndabæ,
en síst í Reykjavíkurævintýrinu þar sem Bakkabræður glíma við nútíma borg-
arinnar á gamansaman máta. Þá gerðist síðasta mynd þessa annars stutta
skeiðs, Nýtt hlutverk (Óskar Gíslason, 1954), í Reykjavík samtímans, þar sem
takast á gömul og ný gildi.12 Þótt almennt hafi þessar myndir notið mikilla
10 Sjá umfjöllun um hugtakið þverþjóðleika og þjóðarbíó til að mynda í greinasafninu
Transnational Cinema, ritstj. Elizabeth Ezra og Terry Rowden, new York og London:
Routledge, 2006, og í sérhefti mínu og Úlfhildar Dagsdóttur af Ritinu um heimsbíó,
2/2010.
11 Halldór Laxness, „Some Outlines of a Motion Picture from Icelandic Coast-Life“,
Tímarit Máls og menningar vetur/2004, bls. 11–22. Sjá einnig ítarlega greiningu á
þessum aðlögunum og kvikmyndaskrifum Laxness í grein minni „Adapting a Li-
terary nation: national Identity, neoromanticism and the Anxiety of Influence“,
Scandinavian Canadian Studies 1/2010, bls. 12–40, og um væringjana svokölluðu í
grein jóns Yngva jóhannssonar „‚jøklens Storm svalede den kulturtrætte Danmarks
Pande‘: Um fyrstu viðtökur dansk-íslenskra bókmennta í Danmörku“, Skírnir
vor/2001, bls. 33–66. Þá má lesa um dvöl Laxness í Los Angeles í ævisögu Halldórs
Guðmundssonar Halldór Laxness: Ævisaga, Reykjavík: jPV útgáfa, 2004, bls. 236-
242.
12 Sjá einnig um þetta tímabil í grein Erlends Sveinssonar „Árin tólf fyrir daga Sjón-
varps og Kvikmyndasjóðs“, Heimur kvikmyndanna, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík:
Forlagið og art.is, 1999, bls. 868–873.