Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 289
DAvÍð G. KRISTInSSOn
288
þeirra greina sem Ólafur Páll Jónsson birti skömmu eftir hrun nefnist „Lýð-
ræði, réttlæti og haustið 2008“.43 Algengt er að hugsuðir fjalli með almennum
hætti um fyrirbæri á borð við lýðræði og réttlæti en sjaldnar hugleiða þeir í
nafni heimspekinnar tímabil á borð við haustið 2008. Þótt umfjöllunarefnið
sé afmarkað í tíma og rúmi spyr höfundurinn í anda heimspekinnar jafn-
framt almennra spurninga: „Hvað er ríkið?“, „Hvað er samfélag?“, og stað-
bundnari almennra spurninga eins og „hvað það þýði að íslenskt samfélag sé
eiginlegt samfélag“ eða „hvað við yfirleitt meinum […] með því að Ísland sé
lýðræðisríki“.44 Ólafur Páll metur grundvallarvanda íslensks samfélags fyrir
hrun svo að „sjálft réttarríkið skorti siðferðilega réttlætingu“.45 Hann styðst
í því sambandi við hugmynd sem hafi verið ráðandi í sögu heimspekinnar:
„Sú hugmynd er ekki óumdeild en verður að teljast ríkjandi. Meðal tals-
manna þess að réttarríkið þurfi á slíkri réttlætingu að halda má nefna Platon
og Aristóteles úr fornöld Grikklands, Tómas af Aquino frá 13. öld, seinni
tíma heimspekinga eins og Immanuel Kant og John Stuart Mill, og loks
ýmsa sem telja má samtímaheimspekinga, allt frá Hönnuh Arendt til Johns
Rawls.“46 Hér má sjá að heimspekin hefur nokkra sérstöðu að því leyti að
innan hennar má vísa, máli sínu til stuðnings, til samtímaheimspekinga jafnt
sem hugsuða fyrri alda og árþúsunda.47
Það sem Ólafur Páll sækir hér til liðinna heimspekinga er kynnt til
sögunnar sem hugmynd og ekki er leitast við greina það hugtak frá hvers-
dagslegri notkun þess, t.d. þeirri „hugmynd […] að skuldum vafið fólk skyldi
taka sig saman og hætta að borga af skuldum sínum“.48 Enginn eðlismunur
virðist vera á heimspekilegum og hversdagslegri hugmyndum og því getur
sama hugtak vísað til hvors tveggja: „þótt hugmyndin um samfélagið sem
samvinnuvettvang – frekar en t.d. samkeppnisvettvang – kunni að hljóma
framandi, þá er hún í raun kunnugleg og birtist í hversdagslegum frum-
hugmyndum um stöðu borgaranna í samfélaginu.“49 Heimspekingar virðast
43 Seinni kreppugreinin hefst á heimspekilegri hugtakagreiningu á „margs konar
merkingu orðsins kreppa“. Ólafur Páll Jónsson, „Kreppa, náttúra og sálarlíf“, Ritið
2–3/2009, bls. 97–112, hér bls. 97.
44 Ólafur Páll Jónsson, „Lýðræði, réttlæti og haustið 2008“, bls. 290, 284, 281.
45 Sama rit, bls. 287.
46 Sama rit, bls. 287.
47 Annar heimspekingur sem vísar til hugsuða fornaldar í hugleiðingum um kreppuna
er Róbert Jack, „Skyggnigáfa eða almenn sannindi? Platon um íslenska efnahags-
hrunið“, Ritið 3/2010, bls. 131–136.
48 Ólafur Páll Jónsson, „Lýðræði, réttlæti og haustið 2008“, bls. 284.
49 Sama rit, bls. 289.