Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 220
ÁHRIF SIðBóTARInnAR Á ÍSLAnDI
219
ingu við fullnaðarpróf úr barnaskólum og krafist var við fermingu.44 Eftir
það átti skólinn að annast sögulega trúarbragðafræðslu m.a. um kristnina í
stað þess að vera þátttakandi í trúfræðslu kirkjunnar. Þetta er breyting sem
virðist hafa farið framhjá mörgum eins og oft kemur fram í kirkjulegri um-
ræðu þegar skólanum er legið á hálsi fyrir að bregðast hefðbundnu hlutverki
sínu í þessu efni.
Barnafræðsla og rekstur barnaskóla voru mikilvæg verkefni kirkjunnar
samkvæmt hugmyndafræði siðbótarinnar og í nágrannalöndunum, Dan-
mörku, noregi og Svíþjóð, var skólum komið á fót a.m.k. í flestum kaup-
stöðum þegar í kjölfar siðaskiptanna.45 Hér þrýsti gissur Einarsson Skál-
holtsbiskup (1540–1548) á um stofnun barnaskóla á a.m.k. þremur hinna
fornu klaustra sem ekki varð af þrátt fyrir samþykki konungs. Á fyrstu ára-
tugum 18. aldar tóku biskupar landsins aftur að beita sér fyrir barnaskólum.
Sérstaklega var Jón Árnason Skálholtsbiskup (1722–1743) áhugasamur um
fræðslumál en í tíð hans var píetisminn orðinn áhrifamikill í Danmörku.46
Barnaskólar og/eða formleg barnafræðsla sem var aðskilin frá heimilisupp-
eldinu komst aftur á móti ekki á fyrr en á síðustu áratugum 19. aldar eða eftir
að lútherska skeiðinu í sögu þjóðarinnar lauk. Má hér líklega sjá eitt besta
dæmið um það sem hér hefur verið kennt við tafin eða síðbúin lúthersk áhrif.
Aðalskýringin á þessum töfum voru hagræns eðlis, eins og vikið er að framar.
Strjálbýli, veðurfar og vegalengdir gerðu skólasókn barna sem sé of torvelda.
Afþreying og alþýðumenning
Afþreyingar- eða dægurmenning landsmanna hefur lengst af verið byggð á
efni sem miðlað var munnlega en einnig í rituðu máli: bóksögum þar á með-
al Íslendingasögum, þjóðsögum og kveðskap af ýmsu tagi. Ríkt samhengi
var til staðar frá miðöldum fram á 19. og jafnvel 20. öld þegar um sögur var
að ræða þrátt fyrir að blæbrigða hafi gætt í efnisvali og vinsældum. Helsta
44 Lög um fræðslu barna nr. 40/1929, 15. júní, Stjórnartíðindi A, 1926, bls. 103.
Loftur guttormsson, „Annar hluti: Sundurleit skólaskipan 1907–1945“, Skólahald
í bæ og sveit 1880–1945, Almenningsfræðsla á Íslandi 1880–2007 1, ritstj. Loftur
guttormsson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2008, bls. 75–159, hér bls. 102–105.
45 Loftur guttormsson, „Fræðsluhefðin: kirkjuleg heimafræðsla“, Skólahald í bæ og sveit
1880–1945, Almenningsfræðsla á Íslandi 1880–2007 I, ritstj. Loftur guttormsson,
Reykjavík: Kennaraháskóli Íslands, Háskólaútgáfan, 2008, bls. 21–35, hér bls. 21.
46 Einar Laxness, Íslandssaga a–h, Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1995, bls. 60. Loftur
guttormsson, Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld: Tilraun til félagslegrar
og lýðfræðilegrar greiningar, Ritsafn Sagnfræðistofnunar 10, ritstj. Jón guðnason,
Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 1983, bls. 65, 80.