Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 216
ÁHRIF SIðBóTARInnAR Á ÍSLAnDI
215
siðbótarinnar og þróunar íslenskrar tungu er því flóknara en t.d. Sigurbjörn
Einarsson lét í veðri vaka. Þá ber þess að gæta að þýðingarstarf íslenskra sið-
bótarmanna þjónaði ekki bókmenntalegum markmiðum.20 Þýðingar þeirra
uppfylltu heldur ekki málvöndunarsjónarmið síðari alda. Þeim fygldi t.d.
aukinn fjöldi tökuorða sem öðluðust þó missterkan sess í málinu.21
Fyrst í stað frumsömdu siðbótarmenn engar lausamálsbókmenntir.22
Sálmakveðskapur sem hófst líklega í tíð annars lútherska biskupsins hér, Mar-
teins Einarssonar (1549–1556), boðaði því helstu nýjungina á sviði íslenskra
bókmennta í kjölfar siðaskipta. Þar var framan af við ramman reip að draga
þar sem hinn lútherski sálmur sem einkum var ætlaður til safnaðarsöngs
hvíldi hér ekki á innlendri hefð. Brátt náði íslenskur sálmakveðskapur þó
miklu flugi.23 Þegar leið frá siðaskiptunum urðu lútherskar kirkjubókmenntir
smám saman fjölbreyttari bæði með nýjum íslenskum ritum en þó einkum
þýðingum og í biskupstíð guðbrands Þorlákssonar (frá 1571) stóð yfir mikið
blómaskeið í innlendri bókaútgáfu. nutu kirkjunnar menn í því efni einu
prentsmiðju landsins sem var í eigu Hólastóls frá dögum Jóns Arasonar.
Blómatími íslenskra miðaldabókmennta í lausu máli var vissulega löngu
liðinn þegar siðaskiptin gengu yfir.24 Engin vissa er t.d. fyrir að nokkuð hafi
verið frumsamið hér af lausamálsritum á 15. öld og allt frá upphafi hafði ekki
verið jafndauft yfir bókmenntum í lausu máli og á fyrri hluta 16. aldar.25 Öðru
máli gegndi um kveðskapinn sem stóð í blóma á síðmiðöldum og tók þá mikl-
um breytingum bæði að formi og stíl. Efnistök breyttust einnig og tjáningin
varð t.a.m. stórum persónulegri en verið hafði. Trúarlegur kveðskapur frá um
1500 stendur því á margan hátt nær lútherskum trúarkveðskap frá 17. öld en
trúarlegu miðaldadrápunum frá 14. öld.26 Þrátt fyrir ýmiss konar uppstokkun
rufu siðaskiptin því ekki samhengið í íslenskum bókmenntum.27
og guðhræddum, leikum og lærðum““, bls. 145–147.
20 Böðvar guðmundsson, „nýir siðir og nýir lærdómar“, bls. 389–390. Margrét
Eggertsdóttir, „„Frómum og guðhræddum, leikum og lærðum““, bls. 171–172.
21 Stefán Karlsson, „Tungan“, bls. 28–29.
22 Böðvar guðmundsson „nýir siðir og nýir lærdómar“, bls. 389–390. Sjá Margrét
Eggertsdóttir, „„Frómum og guðhræddum, leikum og lærðum““, bls. 171–172.
23 Böðvar guðmundsson, „nýir siðir og nýir lærdómar“, bls. 393–398, 408–435.
24 Vésteinn ólason, „Kveðskapur frá síðmiðöldum“, Íslensk bókmenntasaga II, ritstj.
Vésteinn ólason, Reykjavík: Mál og menning, 1993, bls. 283–378, hér bls. 377–378.
Sigurbjörn Einarsson, „Oddur gottskálksson“, bls. viii. Sigurður Bjarnason, „um
þýðingarstarf Odds gottskálkssonar“, bls. 70.
25 Vésteinn ólason, „Kveðskapur frá síðmiðöldum“, bls. 377.
26 Sama rit, bls. 377–378.
27 Sama rit, bls. 378. Sjá og hina þekktu ritgerð Sigurðar nordal, „Samhengið í