Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 280
FRæðAMöRK
279
ingar um fræðamörk sem hér fylgja. Fyrir valinu urðu fáeinir fræðimenn úr
hópi þeirra sem hvað mest hafa ritað um hrunið.12 Á þeim grunni voru síðan
valdir nokkrir textar sem þóttu henta vel fyrir samanburð á nálgun megin-
höfundanna.
Mörk fræðilegrar og ófræðilegrar greiningar
Raunar hafa fleiri en háskólafólk fjallað um hrunið enda hefur um fátt jafn
breiður hópur ritað á undanförnum árum. Því er einboðið að spyrja fyrst –
áður en hugað er að markalínum milli fræðigreina – hvað greini fræðaskrif frá
ófræðilegum textum.13 Þegar Janet E. Johnson o.fl. staðhæfa að bók Guðna
Th. Hrunið sé ekki fræðilegs eðlis vaknar spurningin hvað skilji fræðilega
umfjöllun frá ófræðilegri: „Flestar bækur um hrunið eru lýsandi eða skortir
félagsvísindalega innsýn, til að mynda greinargerð Guðna Th. Jóhannesson-
ar (2009) sagnfræðings um atburðina fyrir og eftir hrun, svo og tvær rann-
sóknir blaðamanna. […] Einungis [bók Daniels] Chartier (2010) [The End of
Iceland’s Innocence] er fræðileg […]. Sannfærandi teoretískar hugleiðingar er
helst að finna í tímaritsgreinum, sérstaklega eftir Robert H. Wade og Sillu
Sigurgeirsdóttur […] og í tímaritinu European Political Science“ (sept. 2011).14
Samkvæmt þessu mati er bók Guðna Th. ekki fræðilegs eðlis, jafnvel þótt
12 Þannig er t.d. fjallað ítarlega um skrif Jóns Gunnars Bernburg og meðhöfunda hans
en ekkert um skrif annars félagsfræðings, Stefáns Ólafssonar, sem einnig birti mikið
tengt hruninu. valið stóð ekki á milli einstaklinga heldur á milli þeirrar aðferða-
fræði sem einkennir rannsóknir þeirra. Skrif þess fyrrnefnda urðu fyrir valinu, bæði
sökum þess hve framandi ákveðin megindleg aðferðafræði er frá sjónarhóli félags-
heimspekinnar og því áhugaverð til samanburðar við hana, sem og vegna þess hve
útbreidd sú nálgun var meðal félagsvísindafólks sem rannsakaði hrunið. varðandi
úrval heimspekitexta skal tekið fram að þótt nokkrir heimspekingar hafi skrifað um
endurskoðun stjórnarskrárinnar í kjölfar hrunsins eru þeir textar ekki til umfjöllunar
hér þar eð viðfangsefnið og nálgunin þótti við fyrstu sýn ekki eins vel til fallin með
hliðsjón af þeim rannsóknarspurningum sem eru í fyrirrúmi, t.d. varðandi ólíka af-
stöðu fræðigreina til kenninga og reynsluathugana.
13 Um slíkan greinarmun sjá m.a. Thomas F. Gieryn, „Boundary-Work and the Dem-
arcation of Science from non-Science. Strains and Interests in Professional Ideolo-
gies of Scientists“, American Sociological Review 6/1983, bls. 781–795; Wolf Lepenies,
Between Literature and Science. The Rise of Sociology, þýð. Reginald J. Hollingdale,
new York: Cambridge University Press, 1988; Benedikt Hjartarson, „‚Magnan af
annarlegu viti‘. Um strangvísindalega dulspeki Helga Pjeturss“, Ritið 1/2017, bls.
113–173.
14 Janet E. Johnson, Þorgerður Einarsdóttir og Gyða M. Pétursdóttir, „A Feminist
Theory of Corruption. Lessons from Iceland“, Politics & Gender 2/2013, bls. 174–
206, hér bls. 177.