Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 276
Davíð G. Kristinsson
Fræðamörk
Um markalínur milli heimspeki og grannvísinda
hennar í rannsóknum á hruninu
Í öllu því umróti sem nú ríkir […] stendur
allt á haus; skáldin breytast í hagfræðinga
og hagfræðingarnir í heimspekinga.1
Efnahagshrunið á Íslandi 2008 hafði ekki aðeins áhrif á samfélagið utan
veggja háskólanna heldur um leið á rannsóknir fræðafólks. Skorið var
niður til æðri menntastofnana en þær samfélagshræringar sem kreppunni
fylgdu skópu jafnframt tækifæri til rannsókna sem ófáir háskólamenn nýttu
sér. Auk hagfræðinga, sem lá beinast við að gerðu efnahagshrunið að við-
fangsefni sínu, rannsakaði fólk úr fjölda fræðigreina orsakir og afleiðingar
kreppunnar.2 Skrif íslenska háskólasamfélagsins takmörkuðust ekki við fræði
sem augljóslega gætu átt hér erindi, t.d. félags-, stjórnmála- og siðfræði,
heldur birtust einnig textar eftir sagn-, mann-, kynja- og guðfræðinga, bók-
mennta-, umhverfis- og sálfræðinga, heilsuhagfræðinga, viðskipta-, lög- og
þjóðfræðinga. Margir fræðimenn kappkostuðu að tengja fyrri rannsóknir
sínar við kreppuna og einhverjir sáu í hruninu tækifæri til að sannreyna eða
gagnrýna alþjóðlegar kenningar um spillingu, mótmæli, lýðræði, réttlæti,
rökræðu, þjóðernishyggju o.fl.
Þessi fjölbreyttu skrif um íslenska efnahagshrunið skapa fágætt tækifæri
til samanburðarrannsóknar á því hvernig fræðafólk úr mismunandi vísinda-
1 Einar Már Guðmundsson, Hvíta bókin, Reykjavík: Mál og menning, 2009, bls. 9–11.
2 Til einföldunar er hér á eftir talað jöfnum höndum um rannsóknir á hruninu og
kreppunni þótt þær feli nánar til tekið jafnframt í sér greiningu á aðdragandanum.
Ritið
2. tbl. 19. árg. 2019 (275–328)
Ritrýnd grein
© 2019 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.19.2.11
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).