Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 21
BjöRn ÆGIR nORðFjöRð
20
er fremur að gefa til kynna í hverju sú saga gæti verið fólgin – draga fram
hin stóru átakasvið hennar – og vísa lesendum á það umtalsverða efni, sem
þó hefur verið ritað um íslenska kvikmyndagerð. Samantektin miðar þann-
ig að ákveðinni heildarsýn þótt ekki verði öllum litbrigðum hennar komið
til skila. Fyrst verður tekið fyrir það sem kalla mætti forsögu eiginlegrar
íslenskrar kvikmyndagerðar – árin fram að stofnun Kvikmyndasjóðs – en þar
á eftir farið í hvern áratug fyrir sig og sérkenni hans rakin.
Forsagan 1901 – 1979
Rétt er að varast þá tilhneigingu að líta svo á að íslensk kvikmyndasaga
hefjist fyrst í upphafi níunda áratugarins, því þá höfðu bæði verið teknar
upp kvikmyndir hérlendis og sýndar í átta áratugi. jafnframt höfðu íslenskir
kvikmyndagerðarmenn gert fjölmargar heimildarmyndir og einnig leikstýrt
nokkrum leiknum myndum í svokallaðri „fullri lengd“.2 Og raunar var strax
í fyrstu myndunum sem teknar voru hérlendis að finna áherslur sem enn eru
Reykjavik: Framing Iceland in the Global Daze“, Transnational Cinema in a Global
North: Nordic Cinema in Transition, ritstj. Andrew nestingen og Trevor G. Elking-
ton, Detroit: Wayne State University Press, 2005, bls. 307–340. Þá er umfangs-
mestu umfjöllunina um íslenska kvikmyndagerð að finna í doktorsritgerð minni
„Icelandic Cinema: national Practice in a Global Context“, University of Iowa,
2005. Samantekt þessi byggir mikið til á doktorsritgerðinni og öðru efni sem ég hef
birt um íslenskar kvikmyndir á ensku mestmegnis en íslensku einnig. Yfirlitsum-
fjallanir eru líka til á fleiri tungumálum. En líkt og margt annað efni sem hér hefur
verið tínt til eru þær flestar komnar talsvert til ára sinna og taka því ekki fyrir þær
stórkostlegu breytingar sem orðið hafa á kvikmyndagerð hérlendis á 21. öldinni.
2 Á íslensku hefur myndast hefð fyrir því að þýða „feature length“ sem kvikmynd í
fullri lengd. Uppruna enska orðsins má rekja til þess tíma þegar sýndur var fjöldi
mynda á hverri sýningu og aðalmyndin aðgreind frá styttri leiknum myndum, teikni-
myndum og fréttamyndum sem „the feature“. Íslenska hugtakið „full lengd“ er hins
vegar um margt vafasamt því það gefur til kynna að til staðar sé einhver æðri lengd
og að styttri myndir séu á einhvern hátt „ófullnægjandi“ hvað lengd varðar. Þótt ég
í sjálfu sér hafni því kemst ég ekki hjá því að binda umfjöllun mína mestmegnis við
leiknar frásagnarmyndir og að einhverju leyti heimildarmyndir í fullri lengd, en ræði
ekki stuttmyndir, tilraunamyndir, vídeólist eða sjónvarpsmyndir. Hafa skal þó í huga
að íslensk kvikmyndasaga verður ekki að fullu skráð nema hún nái yfir þau form
líka. Ástæðan fyrir því að ég ræði styttri verk í upphafi yfirferðarinnar er einfaldlega
sú að á fyrstu tveimur áratugum kvikmyndasögunnar voru kvikmyndir miklu styttri
að lengd. Sakir takmarkaðs rýmis er yfirferðin jafnframt bundin við leikstjóra – líkt
og löng hefð er fyrir – en rétt er að gleyma því ekki að kvikmyndagerð byggir á
samvinnu þar sem auk leikstjóra koma við sögu framleiðendur, handritshöfundar,
kvikmyndatökumenn, klipparar, tónlistarmenn, sviðs- og fatahönnuðir, leikarar,
o.s.frv.