Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 119
BjöRN ÞóR VilHjálMSSoN
118
Stefnubreytingin átti sér hins vegar rætur utan landssteinanna. Það
virðist í öllu falli ekki hafa verið sökum innlends þrýstings sem látið var af
kvikmyndabanni á Íslandi. Heldur var það úttekt ráðherranefndar Evrópu-
ráðsins sem þar réði úrslitum, og þá sérstaklega skýrsla nefndarinnar frá júlí
2003, en þar er mælst til þess að reglur um kvikmyndaeftirlit á Íslandi verði
teknar til endurskoðunar. Í skýrslunni er stofnanaleg og lagaleg umgjörð
kvikmyndaskoðunar rædd, staldrað er við bannið sem þá hafði lengi verið
í gildi við framleiðslu og dreifingu ofbeldiskvikmynda, sem og hvernig sex
manna kvikmyndaskoðunarnefnd, skipuð af menntamálaráðherra, taki allar
kvikmyndir til skoðunar fyrir opinbera sýningu þeirra. Niðurstaða skýrslu
ráðherranefndarinnar er að fyrirkomulagið fæli í sér brot gegn stjórnskip-
unarvernduðum rétti gegn ritskoðun, sbr. 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar.
Íslensk stjórnvöld voru í framhaldi af skýrslunni krafin svara við athuga-
semdum ráðherranefndarinnar. Menntamálaráðuneytið svaraði 3. ágúst
2004 og viðurkenndi að fyrirkomulag kvikmyndaskoðunar hér á landi hafi á
sér öll einkenni ritskoðunar. Ráðuneytið féllst ennfremur á að kvikmynda-
skoðun af hálfu ríkisvaldsins yrði afnumin á Íslandi.111
Tveir áratugir eru enn í þennan úrskurð þegar árni Þórarinsson varpar
fram eftirfarandi spurningu: „Hvað á mannætu- og nauðgunarmyndin ill-
ræmda Cannibal Holocaust sameiginlegt með hinni frægu kanadísku vísinda-
hrollvekju Scanners?“ árni svarar um hæl: „Til skamms tíma ekki neitt. En
núna, hér á Íslandi, hafa þessar tvær myndir, sem undir öllum eðlilegum
kringumstæðum eru með heilu stjarnkerfin á milli sín, sameinast á svoköll-
uðum bannlista Kvikmyndaeftirlits ríkisins yfir „ofbeldismyndir“.112 Úr-
skurðarvaldinu sem þvingar þessar tvær myndir í gagnkvæmt samband hefur
orðið á, vill árni meina, og ástæðan er sú að Scanners (1981) eftir David
Cronenberg á ekki heima á bannlistanum, listgildi hennar tekur hinnar fram
með afdráttarlausum hætti.113 Nú er árni andsnúinn bannlistanum og myndi
af þeim sökum trúlega losa allar myndirnar úr prísund hans, þ. á m. Cannibal
111 Í „Frumvarpi til laga um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum
[695. mál]“ sem lagt var fyrir Alþingi á löggjafarþinginu 2005-2006, segir m.a.: „Í
samræmi við það sem hér að framan hefur verið reifað telur menntamálaráðuneytið
rétt að kvikmyndaskoðun af hálfu ríkisvaldsins, eins og hún hefur lengi verið
framkvæmd hér á landi samkvæmt settum lögum, nú síðast lögum nr. 47/1995, um
skoðun kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum, verði afnumin, enda ber sú
skipan sem gilt hefur öll einkenni ritskoðunar.“
112 árni Þórarinsson, „Eru myndbandabrennur nauðsynlegar?“, bls. 20.
113 David Cronenberg er í dag meðal virtustu leikstjóra hins enskumælandi heims. Í
samantekt í breska dagblaðinu The Guardian árið 2003 var hann til að mynda settur