Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Qupperneq 179
BjöRN ÞóR VIlHjÁlmSSoN oG KjARTAN mÁR ómARSSoN
178
en fjórum árum síðar í greinasafninu Árbíó: Rými, rammi, frásögn þar sem
tekið var saman úrval þeirra skrifa sem birtust um árbíóið í kjölfar FIAF
fundarins.10
Gríðarlegar breytingar eiga sér stað í kvikmyndamiðlunum frá tilurð
hans fram að því að einhvers konar sígild frásagnaraðferð verður að almennu
viðmiði og notar Gunning hrifmagnshugtakið til þess að fanga þær áhorfs-
venjur sem hann telur að hafi verið ráðandi allt fram til þess að frásagnar-
myndir urðu ríkjandi. Grein Gunnings varð fljótt aflvaki umræðna um eðli
þróunar kvikmynda í Bandaríkjunum og heldur því áfram á okkar dögum, en
ráðlegt er að hafa í huga að Gunning beitir hugtakinu ekki sem sögulegum
fasta heldur gagnlegu tæki í því skyni að ljúka upp og greina kvikmyndir
árdaganna á sama tíma og það nýtist við að lýsa ólíkum tímaskeiðum í kvik-
myndasögunni. Gildi hrifmagnsbíósins liggur þá ekki síst í því hvernig það
staðsetur áhorfandann á sögulega sértækan og skarphugsaðan hátt.
Þjóðarbíó og ímynduð samfélög
Andrew Douglas Higson er einn af mikilvirkari kvikmyndafræðingum Bret-
landseyja og starfar um þessar mundir sem prófessor við deild leikhús-,
kvikmynda- og sjónvarpsfræða við Háskólann í York. Higson tilheyrir fyrstu
kynslóð fræðimanna sem áttu þess kost að ljúka doktorsnámi í kvikmynda-
fræði í Bretlandi, en það gerði hann á öndverðum níunda áratugnum. Um
svipað leyti hófst rannsóknar- og birtingarferill hans og liggur nú eftir hann
mikill fjöldi greina í fagritum, greinasöfnum og í formi bókarkafla. Þá hefur
hann skrifað bækur á borð við England myndað: Menningarbundin ensk kvik-
myndagerð frá tíunda áratugnum (2011), Ensk menningararfleifð, enska bíóið:
Búningardrömu frá 1980 (2003), og Fánanum veifað: Samsetning þjóðarbíós í
Bretlandi (1995), en síðastnefnda verkið er talið til grundvallarrita á sínu
sviði.11
Higson hefur ennfremur ritstýrt greinasöfnum á borð við Evrópskar
kvikmyndir og sjónvarp: Menningarstefna og hversdagslífið (með Eva Novrup
du Cinéma, París: Gallimard, 1969.
10 Tom Gunning, „Cinema of Attraction: Early Film, its Spectator and the Avant-
Garde“, Wide Angle, 1986, bls. 63–70; „Cinema of Attraction[s]: Early Film, its
Spectator and the Avant-Garde“, Early Cinema: Space, Frame, Narrative, ritstj. Tho-
mas Elsaesser, london: BFI, 1990, bls. 56-63.
11 Andrew D. Higson, Film England: Culturally English Filmmaking since the 1990s,
london: I.B. Tauris, 2011; English Heritage, English Cinema: Costume Drama since
1980, oxford: oxford University Press, 2003; Waving The Flag: Constructing a Na-