Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 118
„TAuMlAuST BlóðBAð áN liSTRæNS TilgANgS“
117
séu í frumstæðri og frásagnarlausri firringu sinni svo órafjarri slíkum menn-
ingarviðmiðum að niðurstaðan sé aldrei í vafa.
Þorbjörn Broddason hafði tveimur árum fyrr kallað þá sem horfa á
myndir á borð við þær sem fyrirhugað var að banna „smekkmenn“ í kald-
hæðnislegum tóni, og Níels er gjarnan spurður um markhóp myndbanda-
leignanna þegar að bannlistanum kemur, var ekki verið að ganga hart fram
gagnvart tilteknum hópum, t.d. áhugamönnum um hrollvekjur?107 Svörin
eru undantekningalaust á þann veg að um afar lítinn hóp sé að ræða, svo
lítinn raunar að myndbandaleigunum sjálfum hafi ekki verið nein eftirsjá
af myndunum sem lögreglan gerði upptækar, raunar hafi þær margar verið
fegnar að losna við þær. Í einu viðtalinu bætir Níels við að hópurinn sem
áhuga hafi á ofbeldismyndum á borð við þær sem rötuðu á bannlistann sé svo
lítill á alþjóðavísu að það sé eiginlega „hætt að framleiða svona myndir“.108
Það er kannski ekki að undra að fáir hafi orðið til að taka upp hanskann
fyrir forboðnu kvikmyndirnar eða andmæla bannlistanum. Slíkum aðila væri
í öllu falli þegar búið að stilla upp sem undarlega þenkjandi „smekkmanni“
er sæki í efni sem öðrum þykir fráhrindandi og viðbjóðslegt, og tilheyri í
þokkabót svo sérviskulegum menningarkima að sjálfur kapítalisminn hafði
gefist upp á honum. Þetta kann að vera það sem árni Þórarinsson hafði í
huga þegar hann sagði það vera „súrt að þurfa að taka upp hanskann fyrir
frelsi sorpsins“ í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið árið 1985.109 Það er
hins vegar nauðsynlegt, að mati árna, að verja „sorpið“, hvort sem um klám
eða ofbeldismyndir er að ræða, því að „okkar þjóðskipulag er þeirrar gerðar
að engin gild rök duga til að réttlæta skerðingu á frelsi fullorðins fólks til að
lesa, hlusta á eða skoða það efni sem því sýnist. Engin gild rök.“110 Athygli
vekur hversu sjaldan þetta viðhorf gerði vart við sig í umræðu um bann-
listann, enda þótt ljóst sé af þingumræðunum tveimur árum fyrr að þarna
var einmitt snögga blettinn að finna á löggjöfinni. Bannlistinn reyndist líka
lífseigur. Bannið við ofbeldismyndum var áfram í lögum um Kvikmynda-
skoðun þegar hún tók við af Kvikmyndaeftirlitinu 1995 og var ekki afnumið
fyrr en 2006. Þegar bannlistinn var að lokum felldur úr gildi var það hins
vegar einmitt gert vegna þess að lögin gerðust brotleg við ákvæði stjórnar-
skrárinnar um tjáningarfrelsi.
107 Þorbjörn Broddason, „Ráðstafanir gegn ofbeldiskvikmyndum“, bls. 13.
108 ómar Friðriksson, „Vona að við komumst heil heilsu úr þessu“, bls. 11.
109 árni Þórarinsson, „Eru myndbandabrennur nauðsynlegar?“, Morgunblaðið, 3. mars,
1985, bls. 20–21, hér bls. 20.
110 Sama heimild, bls. 20.