Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 148
„TvEGGJa Hæða HÚS Á BESTa STað Í BænUM“
147
hugmyndum Moers var kominn grundvöllur til að greina gotneskar sögur
eftir brautum femínismans og varpa ljósi á málefni er tengdust reynsluheimi
kvenna. að hyggju Moers gátu konur í þessum sögum gengið um innan
veggja heimilisins án eftirlits því rými konunnar er innandyra.38 Reimleika-
húsið er þannig mikilvæg líking fyrir kvenlíkamann í þessum sögum, það
er að segja rými sem konur hafast við í en eru ekki sjálfráðar um. Sjálf-
ræðissviptirinn verður svo alger við meðgöngu og barnsburð, líkt og Moers
fjallar um í tengslum við sögu Mary Shelley, Frankenstein.39 Þannig hefur
ótti við að festast inni á heimilinu verið ofarlega á baugi í greiningu á kven-
gotneskum bókmenntum.
Í Húsinu er eitt og annað sótt til kvengotneskrar hefðar, eða sagna og
kvikmynda sem byggja á slíkum skáldskap.40 Þó að Björg og Pétur séu leigj-
endur í húsinu virðist Pétur umsvifalaust vera á heimavelli þar, eins og getið
var fyrr. Hann getur komið og farið að vild á meðan Björg er föst frá þeirri
stundu sem hún stígur inn fyrir þröskuldinn, eins og kemur í ljós þegar Pétri
býðst að fara í nám til vínarborgar. Parið er sammála um að Björg komist
ekki með Pétri til útlanda því ekki má „skilja húsið eftir í reiðileysi“. Pétur
lætur þau orð jafnframt falla kvöldið áður en hann flýgur til vínarborgar að
hún „hafi nægan tíma til að taka til [í húsinu] þegar [hann verður] farinn“.
Hlutverk Bjargar er því alveg ljóst, hún er umsjónarmaður hússins.41
Í upphafi kvikmyndarinnar er Björg mjög virk; hún sér um að koma
húsinu í stand, trimmar um alla Reykjavík, vökvar blómin fyrir frænku og
kaupir inn, alveg ljómandi hraust og heilbrigð. Eftir því sem dvölin í húsinu
verður lengri fer heilsu hennar að hraka. Kaupmaðurinn á horninu – sem
er ekki einfalt að skilgreina hvað ég á við – eða nokkur annar – með „hinu gotneska“,
annað en að það tengist ótta. Í gotneskum skáldskap er fantasían ofar raunveru-
leikanum, hið framandlega ofar hversdagsleikanum og hið yfirnáttúrulega ofar því
náttúrulega, með það að skýru markmiði að hræða. […] [K]rækja í sjálfan líkamann,
örva skjótt kirtlana, húðina, vöðvana og æðakerfið með ótta og sefa skjótt hin líkam-
legu viðbrögð við óttanum.“
38 Ellen Moers, „Female Gothic, the Monster’s Mother“, The New York Review of Books,
21. mars 1974, sótt 18. apríl 2019 af https://janeaustensummer.files.wordpress.
com/2018/04/moers-female-gothic-the-monster_s-mother.pdf.
39 Ellen Moers, Literary Women, London: Women’s Press, 1978, bls. 1.
40 Svipaðar áherslur birtast í fjölmörgum hrollvekjum á 20. öld, til dæmis í myndinni
Rosemary’s Baby, þar sem Rosemary (Mia Farrow) er lokuð inni í Bramford bygg-
ingunni í new York og verður ólétt af satanísku afsprengi blokkarinnar; Wendy í
The Shining hefur einnig einkenni kvengotneskra söguhetja þar sem hún er innlyksa
á Overlook hótelinu fyrir tilstilli fjölskylduföðurins.
41 Minna má á að Jack Torrance tók við því hlutverki af delbert Grady í The Shining.
Það fór heldur illa fyrir þeim báðum.