Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 293
DAvÍð G. KRISTInSSOn
292
virðist samræmast samfélagssýn hans og lífsgildum; ekki allra heimspekinga,
enda hugsuðir ekki á einu máli um hvaða samfélagsgerð sé ákjósanleg. Í
meðförum Ólafs Páls reynast þeir sem eru á öndverðum meiði ekki vera
einstaklingar sem hafa einfaldlega aðra afstöðu til þjóðfélagsins – afstöðu
sem mætti færa álíka góð heimspekileg rök fyrir – heldur eru skoðanir þeirra
gagnrýndar með almennum ópersónulegum hætti. Þannig vill svo til að
sjónarmið sem Ólafur Páll virðist andvígur, t.d. sú þjóðfélagsgerð sem hann
nefnir „kapítalískt velferðarríki falli á réttlætisprófinu“, en „grundvöllur
kapítalísks velferðarríkis er einhverskonar frjálshyggja“.69 Slíkt próf á líkast
til að vera hlutlaust, skynsamlegt próf óháð því hver ‚samdi‘ það og hver
þjóðfélagssýn prófhöfundar er.
Það þarf þó ekki alltaf próf til að fella gagnstæðar skoðanir, stundum
reynast þær einfaldlega fela í sér ranga birtingarmynd viðkomandi fyrir-
bæris, ekki vera raunveruleg, réttnefnd eða eiginleg – eins og það heitir á
tungu heimspekinnar – útgáfa af hinu eða þessu. Það sem greinir meinta
rétta afstöðu Ólafs Páls frá þeim sem eru öndverðrar skoðunar er að hann
kann skil á því hvað sé „[e]iginlegt samfélag“, eiginlegt verkefni löggjaf-
ans, þ.e. „[l]öggjafi sem rís undir nafni byggir löggjöf á skynsemi“.70 Þannig
er það sem er eiginlegt stundum í ofanálag skynsamlegt: „Eiginlegt sam-
félagslegt uppgjör, þ.e. gagnrýnin rannsókn á grunngildum samfélagsins“
er „skynsamleg krafa“.71 Á öðrum stað er hið réttnefnda ekki hið eiginlega
heldur hið raunverulega en þá er talað um „raunverulegt lýðræði“ og „raun-
veruleg lífsgæði“.72 Þeir sem eru annarrar skoðunar um þessi mál fara á mis
við eiginlegt eðli þeirra. Þeir sem „gera lögmál markaðarins að grundvelli
samfélagsins [...] hafa endaskipti á eðlilegri röð hlutanna“.73 „Samsláttur“
einkennir rökfærslu talsmanna hagvaxtar og hjá virkjanasinnum vottar fyrir
„hugtakaruglingi“.74 væntanlega kappkostar Ólafur Páll sjálfur að forðast
þess háttar villur og ringl og getur í krafti slíkrar vandvirkni greint lesand-
anum frá því hvað sé réttnefnt, eiginlegt, raunverulegt og skynsamlegt í
þessum málum. Þannig geta aðrir haft ranghugmyndir um tilgang lífsins
en sá sem er varkár og rökfastur kemst í tæri við hinn raunverulega tilgang:
„Markmið mannlífsins er ekki að fá að keppa um efnisleg gæði á frjálsum
69 Sama rit, bls. 301, 304.
70 Sama rit, bls. 286, 293.
71 Sama rit, bls. 296.
72 Ólafur Páll Jónsson, „Kreppa, náttúra og sálarlíf“, bls. 110.
73 Ólafur Páll Jónsson, „Lýðræði, réttlæti og haustið 2008“, bls. 303.
74 Ólafur Páll Jónsson, „Kreppa, náttúra og sálarlíf“, bls. 102.