Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Qupperneq 62
uppHAF KViKmYNDAALDAR á ÍSLANDi
61
1903, líklega með kaupum á búnaði Hallseths og Fernanders. Þrátt fyrir að
fyrstu sýningarnar hafi ekki farið fram sem skyldi þá létu þeir ekki deigan
síga. Þann 8. október 1904 auglýstu þeir tvær sýningar sem fara áttu fram
í Bárubúð undir nafninu ól. Johnson og co.70 umfjöllun um þær birtist í
Reykjavík 14. október og er þar minnst á að á sýningum þeirra hafi sést nýjar
myndir, ólíkar þeim sem sýndar voru ári fyrr og að fáeinar af þeim hafi verið
íslenskar, meðal annars af þvottastúlkum í laugunum og af fiskþvotti.71 með
þessum sýningum í Bárubúð fengu Íslendingar að sjá lifandi myndir af eigin
landi í fyrsta sinn. Eggert Þór talar um þessar myndasýningar sem ákaflega
vinsælar meðal almennings, enda myndefni af fjölbreyttu tagi reglulega flutt
inn og þar á meðal myndir sérstaklega fyrir börn.72
Félag ólafs hélt áfram reglulegum sýningum í Bárubúð við jákvæðar
undirtektir og breytti um nafn árið 1906 og kallaðist upp frá því Íslenzkt
lifandi myndafélag. Félagið stóð fyrir tökum á nokkrum lifandi myndum
á Íslandi og var því meira að segja ætluð meiri framtakssemi en rétt getur
talist, en þann 28. nóvember 1906 fjallaði Lögrétta um mynd sem félagið
sýndi í Bárubúð þar sem Jón nokkur Jensson reynir að standa í þrifum en
sést ,,detta hverja byltuna á fætur annari“ til þess eins að rísa upp ,,úfinn og
sár“ og detta svo aftur.73 Ef þetta hefði reynst satt væri um að ræða fyrstu
leiknu íslensku myndina. En tveimur dögum síðar, eða 30. nóvember, birti
Fjallkonan yfirlýsingu frá Íslenzku lifandi myndafélagi undir yfirskriftinni
,,Ranghermi í Lögréttu“ og er yfirlýsingin vegna ,,gremju og hneykslis“ sem
umfjöllun Lögréttu hafði valdið í bænum með umfjöllun sinni um mynda-
sýningu félagsins:
Að gefnu tilefni lýsum vér því hér með yfir, að vér höfum ekki sýnt
neinar lifandi myndir úr Reykjavík nema fiskþvott við Sjávarborg.
Þar af leiðandi er það tilhæfulaust að vér höfum sýnt lifandi mynd
af nokkurum Jóni Jenssyni, eins og getið er um í Lögréttu í gær.74
Í næsta tölublaði Lögréttu birtist svo leiðrétting þar sem málið var sagt á
misskilningi byggt og að um erlendan leikara hafi verið að ræða í umræddri
mynd.75
70 Ísafold, 08. 10. 1904, bls. 264.
71 Reykjavík, 14. 10. 1904, bls. 183-184, hér bls. 184.
72 Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám lifandi mynda“, bls. 804.
73 Lögrétta, 28. 11. 1906, bls. 219-220.
74 Fjallkonan, 63. tölublað, 30. 11. 1906, bls. 251.
75 Lögrétta, 56. tölublað, 05. 12. 1906, bls. 223. áhugavert er þó að aðeins einn Jón