Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 13
BJöRN ÞóR VILHJÁLmSSON
12
hvernig snúa mætti vörn í sókn, og ritaði til að mynda Erlendur Sveins-
son, kvikmyndagerðarmaður og forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands um
langt skeið, grein í Morgunblaðið þar sem hann lagði upp möguleg viðbrögð
við kreppunni:
Og þó að það sé nú ekki vinsælt svona almennt séð ef takamarka
á frelsi kvikmyndagerðarmanna frekar en annarra listamanna þá
mætti hugsa sér að það þyrfti ekki að verða nein sérstök frelsis-
svipting þótt við sammæltumst um það með stjórnvöldum að hafa
stef hrunsins innanborðs í kvikmyndagerðinni t.d. næstu fjögur
árin.
Spurningin sem eftir stendur er þá þessi: Getur íslensk kvikmynda-
gerð staðið undir þeim væntingum sem þessari hugmynd fylgir?
Bráðabirgðasvar: Já, því ef kvikmyndagerðarmenn og stjórnvöld
ákvæðu í sameiningu að gera þessa tilraun um að taka kvikmyndina
í brúk sem vopn í stríði, útávið jafnt sem innávið, þá er viðbúið að
mikil orka losni úr læðingi í greininni.23
Ekki varð það til að bæta úr skák þegar RÚV kynnti hugmyndir um að draga
verulega úr kaupum á íslensku dagskrárgerðarefni, og lét Páll magnússon
sjónvarpsstjóri jafnvel í veðri vaka að alfarið yrði látið af innkaupum á ís-
lenskum kvikmyndum (eða sýningarréttinum á þeim).24 Ástæðan var 10%
niðurskurður á fjárlögum til RÚV. Viðbrögð kvikmyndagerðarfólks og BÍL
(Bandalags íslenskra listamanna) voru hörð, og lét Ragnar Bragason leik-
stjóri meðal annars þau orð falla í viðtali að RÚV væri „eina sjónvarpsstöðin
í heiminum sem [hefði] það að yfirlýstu markmiði að kaupa ekki innlendar
íslenskar kvikmyndir“.25 Ekki er ósennilegt að tilkoma stafrænnar upptöku-
tækni og eftirvinnslu, og sparnaðurinn sem fólst í slíkum vinnsluaðferðum,
myndasjóður skorinn niður um 39%“, Klapptre.is, 1. október 2013, sótt 1. september
2019 af https://klapptre.is/2013/10/01/kvikmyndasjodur-skorinn-nidur-um-39/.
23 Erlendur Sveinsson, „Kvikmyndir í hruni“, Morgunblaðið, 30. janúar 2010, bls. 33.
24 Félag kvikmyndagerðarmanna sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu sem formaður
þess, Hjálmtýr Heiðdal, skrifaði: „Íslensk kvikmyndagerð í höggstokknum“. Yfirlýs-
ingin er ekki dagsett en hana má sjá hér í heild sinni: http://filmmakers.is/greinar/
36-greinislkvikmyndagerdahoggstokknum; sjá einnig „Segja vegið að kvikmynda-
gerð í landinu“, Visir.is, 25. janúar 2010, sótt 1. september 2019 af https://www.visir.
is/g/2010933463315.
25 „Þjóðin á betra skilið“, DV, 11.-13. febrúar 2011, bls. 37.