Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 16
FRÁ SVEITABÆNUm Að STAFRÆNU BYLTINGUNNI
15
sinni eru sannarlega mikilvægt framlag til hérlendra kvikmyndarannsókna.
Fremst birtist grein Björns Ægis Norðfjörð, „Ljós í myrkri: Saga kvik-
myndunar á Íslandi“, en í henni er fjallað um sögu íslenskra kvikmynda allt
frá upphafi sýninga laust eftir aldamótin 1900 fram til dagsins í dag. Björn
Ægir tekst á við víðfeðmt viðfangsefni og skiptir hann þar íslenskri kvik-
myndasögu í tvennt, fjallað er fyrst um kvikmyndagerð fyrir daga Kvik-
myndasjóðs, en í síðari hlutanum gerir Björn Ægir grein bæði fyrir þýðingu
stofnunar sjóðsins og svo því gjörbreytta framleiðslulandslagi sem í hönd
fór. Greinin er menningarsöguleg úttekt á flóknu samspili kvikmynda-
gerðar, stofnana og sögulegs samhengis og Björn Ægir rekur þráð breytinga
í gegnum kvikmyndasöguna og gerir grein fyrir áhrifum ytri aðstæðna og
stofnana á menningarafurðir ólíkra tímabila. Í þeim hluta greinarinnar sem
tekur íslenska kvikmyndagerð á nýju árþúsundi til umfjöllunar ræðir Björn
Ægir til að mynda breytt fjármögnunarumhverfi og tilkomu þverþjóðlegrar
kvikmyndagerðar og setur í samhengi við velgengni íslenskra kvikmynda
á erlendri grundu, jafnt á kvikmyndahátíðum og í almennri dreifingu. Þá
fjallar hann einnig um hvernig bandarískar greinamyndir tóku að velta evr-
ópsku listamyndinni úr sessi sem fyrirmynd og fagurfræðilegu viðmiði í ís-
lenskri kvikmyndagerð. Gagnrýnið og greinandi yfirlit af þessu tagi hefur
sárlega vantað og ekki er ólíklegt að grein Björns Ægis verði mikið notuð við
kennslu á íslenskri kvikmyndasögu, bæði á háskóla- og framhaldsskólastigi.
Söguleg nálgun Gunnars Tómasar Kristóferssonar í greininni „Upphaf
kvikmyndaaldar á Íslandi“ er afmarkaðri en hjá Birni Ægi, en staldrað er við
tvö lykilár í viðkynningu Íslendinga á kvikmyndamiðlinum: 1901 og 1903. Í
september 1901 myndaði hollenski kvikmyndatökumaðurinn F. A. Nögge-
rath land og þjóð fyrir enskt kvikmyndafélag, en árið 1903 sóttu Norð-
maðurinn Rasmus Hallseth og Svíinn David Fernander landið heim í þeim
tilgangi að sýna kvikmyndir í fyrsta sinn á Íslandi. Þessar tvær heimsóknir
kennir Gunnar Tómas við upphaf kvikmyndaaldar á Íslandi, og eykur um
leið við þekkingu okkar á forsögu og fyrstu árum kvikmynda á Íslandi, sem
og helstu þátttakendum í að kynna kvikmyndamiðilinn fyrir Íslendingum.
Við sögu koma skuggamyndasýningar sem Sigfús Eymundsson og Þorlákur
ó. Johnson stóðu fyrir á 19. öld, og Gunnar sýnir hvernig rekja megi til-
tekna söguframvindu frá þessum skuggamyndasýningum til viðkynningar á
kvikmyndamiðlinum, sem í upphafi er í höndum erlendra aðila, og þess að
Íslendingar tóku sjálfir að nota kvikmyndatæknina í afþreyingar- og versl-
unarskyni í ört vaxandi höfuðborginni. Síðasti hluti greinarinnar skoðar
sýningarumhverfi kvikmynda á fyrstu tveimur áratugum tuttugustu aldar-