Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 20
Björn Ægir Norðfjörð
Ljós í myrkri
Saga kvikmyndunar á Íslandi
Æði margt hefur á daga íslenskrar kvikmyndagerðar drifið frá vorinu svo-
kallaða í upphafi níunda áratugarins og enn frekar ef horft er alla leið til baka
til fyrstu kvikmyndasýninganna fyrir rúmri öld síðan. Ólíkt flestum öðrum
helstu listgreinum þjóðarinnar hefur sú saga hins vegar ekki verið rakin skil-
merkilega í heild sinni.1 Og augljóslega er ekki rými til þess hér; markmiðið
1 Bestu þakkir til aðstandenda Frændafundarins 2013 í Þórshöfn fyrir að hafa boðið
mér að halda þar erindi um íslenskar kvikmyndir, sem og Björns Þórs Vilhjálms-
sonar sem kallaði eftir rituðu yfirliti, og ýttu þannig þessari samantekt úr vör. Einnig
þakka ég Ásgrími Sverrissyni, Erlendi Sveinssyni og Gunnari Tómasi Kristóferssyni
einkar vandaðan yfirlestur. Athugasemdir þeirra hafa án efa bætt greinina en allar
ambögur skrifast að sjálfsögðu á minn reikning.
Lengsta almenna ritið um íslenska kvikmyndagerð á íslensku er Hagræn áhrif kvik-
myndalistar eftir Ágúst Einarsson en líkt og nafnið gefur til kynna er þar fyrst og
fremst um að ræða hagfræðilega (og lagalega/stofnanalega) greiningu en ekki túlkun
á efni og formi íslenskra kvikmynda. Hagræn áhrif kvikmyndalistar, Bifröst: Háskól-
inn á Bifröst, 2011. Fjölmargar greinar sem taka fyrir ákveðnar áherslur og þemu
í íslenskum kvikmyndum er að finna í Heimi kvikmyndanna en þar er ekki heldur
að finna heildstætt sögulegt yfirlit. Heimur kvikmyndanna, ritstj. Guðni Elísson,
Reykjavík: Forlagið og art.is, 1999. Elstu og raunar einu íslensku samantektina á ís-
lenskri kvikmyndasögu setti Erlendur Sveinsson saman í upphafi kvikmyndavorsins
og því sannarlega kominn tími til að taka upp þráðinn þann. „Kvikmyndir á Íslandi
í 75 ár“, Kvikmyndir á Íslandi, ritstj. Erlendur Sveinsson, Reykjavík: Kvikmynda-
safn Íslands, 1981, bls. 25–32. Umtalsvert meira efni um íslenska kvikmyndasögu
hefur verið gefið út á erlendum tungumálum, einkum og sér í lagi ensku. Þegar árið
1995 kom út yfirlitsrit eftir Peter Cowie, endurútgefið og uppfært síðar sem Icelan-
dic Films 1980-2000, Reykjavík: Kvikmyndasjóður Íslands, 2000. Á dönsku hefur
komið út samantektin „Island og filmen gennem 100 år: En rejse mellem land og by,
fortid og samtid“ eftir Birgi Thor Møller. Kosmorama: Tidsskrift for filmkunst og film-
kultur vetur/2003, bls. 255–297. Síðar þýdd og uppfærð á ensku sem „In and Out of
Ritið
2. tbl. 19. árg. 2019 (19–42)
Ritrýnd grein
© 2019 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.19.2.2
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).