Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 23
BjöRn ÆGIR nORðFjöRð
22
og síðar Peter Petersen, sem fljótt var nefndur Bíópetersen, og sýndu þeir
íslenskar upptökur í bland við erlent efni á sýningum sínum. Elstu íslensku
myndina sem varðveist hefur Slökkviliðsæfing í Reykjavík gerðu Danirnir ein-
mitt árið 1906. Eins og nafnið gefur til kynna er um dæmigerða hversdags-
mynd (e. actualities) að ræða þar sem æfing slökkviliðsins er fönguð á filmu,
en augljóst er af myndinni sjálfri að tökuvélin hefur ekki vakið minni athygli
viðstaddra en slökkviliðið.5 Hvað varðar sýningarhald áttu Ólafur og Bíó-
petersen eftir að etja kappi með rekstri kvikmyndahúsanna nýja bíós og
Gamla bíós, sem einokuðu sýningarhald í höfuðborginni fram í seinna stríð.6
Heimildarmyndir
Eftir langt hlé tók Bíópetersen að taka aftur upp kvikmyndir af kappi á þriðja
áratugnum og óhætt að telja hann á meðal helstu kvikmyndagerðarmanna
þjóðarinnar á þögla skeiðinu. Það var því mögulega mesti skaði sem íslensk
kvikmyndagerð hefur orðið fyrir þegar þorri mynda hans varð eldi að bráð
í Kaupmannahöfn. nægur fjöldi mynda eftir hann hefur þó varðveist til að
glöggva megi sig á helstu einkennum þeirra sem virðast alla tíð hafa ein-
kennst af fagurfræði hversdagsmyndanna. Úr talsverðri fjarlægð myndar
Bíópetersen lykilbyggingar og viðburði í höfuðborginni en einnig úti á landi.
Íslendingar komu líka að gerð slíkra mynda, en tímamót áttu sér stað með
frumsýningu á kvikmynd Lofts Guðmundssonar Ísland í lifandi myndum árið
1925. Hún var fyrsta íslenska kvikmyndin sem gerð var í fullri lengd og vakti
mikla athygli þjóðarinnar sem hún var sannarlega óður til. Loftur fór vítt og
breitt um landið (og hafið) og myndaði þjóðina við leik og störf og skreytti
með ljóðrænum textaspjöldum. Þannig kjarnaði myndin það sem einmitt
var tekið að kalla í framhaldi af henni Íslandsmyndir og var vinsælasta form
íslenskra kvikmynda allt fram að seinni heimsstyrjöld.7
5 Um „landnám“ kvikmynda á Íslandi almennt sjá umfjöllun Eggerts Þórs Bernharðs-
sonar í „Landnám lifandi mynda: Af kvikmyndum á Íslandi til 1930“, Heimur kvik-
myndanna, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Forlagið og art.is, 1999, bls. 803–831.
Þá hefur Erlendur Sveinsson rakið ævi Bíópetersens í stuttu máli í „100 ára fæðing-
arafmæli Bíópetersens: brautryðjanda í kvikmyndahúsarekstri og kvikmyndagerð á
Íslandi“, Kvikmyndir á Íslandi, ritstj. Erlendur Sveinsson, Reykjavík: Kvikmyndasafn
Íslands, bls. 15–17. Lind staldraði hins vegar ekki lengi við á Íslandi og hélt aftur til
meginlandsins þar sem hann gerði kvikmyndir við góðan orðstír.
6 Skarphéðinn Guðmundsson, „Ekki fleiri bíó: Afstaða yfirvalda til kvikmyndasýninga
á fyrri helmingi aldarinnar“, Heimur kvikmyndanna, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík:
Forlagið og art.is, 1999, bls. 839–851.
7 Sjá frekar um mynd Lofts og Íslandsmyndir í grein minni „Iceland in Living Pict-