Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 25
BjöRn ÆGIR nORðFjöRð
24
vorra daga, frumsýnd í tveimur hlutum 1947 og 1948, og Björgunarafrekið
við Látrabjarg (1949). Þá myndaði Ósvaldur Knudsen Eld í Heklu árið 1947,
auk þess sem fjöldi annarra mynda var tekinn á fimmta áratugnum. Fljótlega
sneru þó bæði Loftur og Óskar sér að gerð leikinna kvikmynda, og halda
mætti því fram að frásagnarmyndin hafi verið ráðandi allar götur síðan. Því
fer þó fjarri að heimildarmyndagerð hafi lagst af en merkjum hennar héldu
á lofti meðal annarra Ósvaldur (ekki síst upptökur hans af Surtsey), Ásgeir
Long og síðar Reynir Oddsson.
Leiknar frásagnarmyndir
Ekki verður komist hjá því að ræða myndirnar Berg-Ejvind och hans hustru
(Viktor Sjöström, Útlaginn og kona hans, 1917), Borgslægtens historie (Gunnar
Sommerfeldt, Saga Borgarættarinnar, 1919) og Höddu Pöddu (Guðmundur
Kamban, 1924) þótt langsótt sé að telja þær til íslenskra kvikmynda. Berg-Ej-
vind och hans hustru er líklega helsta tilkall Íslands til hlutdeildar í úrvalssögu
kvikmyndamiðilsins, enda hyllt í nánast öllum yfirlitsritum um kvikmynda-
listina, og leikstjórinn Viktor Sjöström jafnan talinn meðal þeirra fyrstu
sem nýttu af listfengi óspillta náttúru við gerð leikinna frásagnarmynda. En
þótt um sé að ræða aðlögun á leikverki jóhanns Sigurjónssonar er myndin
sænsk framleiðsla sem tekin var upp í norður-Svíþjóð. Aðlögunin á skáld-
sögu Gunnars Gunnarssonar Borgslægtens historie var vissulega tekin upp
hérlendis en hún var gerð af framleiðsluteymi danska fyrirtækisins nordisk
Film Kompagni með mestmegnis dönskum leikurum. Og þótt Hadda Padda
sé fyrsta leikna kvikmyndin í fullri lengd sem Íslendingur leikstýrir, og Guð-
mundur Kamban hafi jafnframt gert hana eftir eigin leikriti, var um að ræða
danska framleiðslu, þar sem útisenur teknar á Íslandi voru klipptar saman
við innisenur myndaðar í Kaupmannahöfn.9 Þótt allar myndirnar þrjár eigi
það sameiginlegt að vera gerðar eftir bókmenntaverkum eftir Íslendinga og
fjalli um Ísland var þeim öðru fremur ætlað að höfða til erlendra áhorfenda
rétt eins verkin sem þau voru byggð á (rituð á dönsku nota bene) og ber birt-
ingarmynd þjóðarinnar þess skýr merki. Íslensku persónurnar birtast ekki
9 Það getur verið vandasamt að greina þjóðerni kvikmynda, og ekki síst þegar um
nýlendur er að ræða. Ég held mig hér við hefðbundna aðgreiningu á Íslendingum
og Dönum, en horfi í því sambandi ekki til þjóðernis leikstjórans heldur framleiðslu-
lands myndarinnar. Þannig eru að mínu mati kvikmyndir Danans Bíópetersens ís-
lenskar þar sem þær voru gerðar hérlendis fyrir íslenska áhorfendur, en Hadda Padda
dönsk þar sem hún var framleidd af dönsku fyrirtæki fyrir erlenda áhorfendur jafnvel
þótt henni hafi verið leikstýrt af Íslendingi og eftir leikverki hans.