Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 32
LjÓS Í MYRKRI
31
séð var hún evrópsk ekki síður en íslensk (Bruno Ganz birtist nota bene sem
engillinn úr kvikmynd Wim Wenders Himmel über Berlin (1987)), og naut
myndin mikillar hylli á kvikmyndahátíðum auk þess sem hún hlaut tilnefn-
ingu til Óskarsverðlauna fyrir bestu erlendu kvikmyndina. Alþjóðlegu við-
miðin eru svo enn skýrari í næstu mynd Friðriks Þórs Bíódögum (1994) og
ná ákveðnu hámarki með Cold Fever (Á köldum klaka, 1995), sem fjallar um
japanska og bandaríska ferðamenn á Íslandi og er nær alfarið á ensku.23 Þessi
alþjóðlegu umskipti eru þó fjarri því að vera bundin við Friðrik Þór: Hilmar
Oddson yfirgaf afskekktan íslenskan fjörð í Eins og skepnan deyr (1986) fyrir
Þýskaland nasismans í Tári úr steini (1995), Guðný Halldórsdóttir hélt af
Snæfellsnesi Kristnihaldsins í kórferðalag með Hvergerðinga til Þýskalands í
Karlakórnum Heklu (1992) og Frakkar sækja Kristínu jóhannesdóttur heim
í kvikmynd hennar Svo á jörðu sem á himni (1992) og Gísla Snæ Erlingsson í
Stuttum Frakka (1993).
Þannig birtist hin alþjóðlega fjármögnun íslenskra kvikmynda í þver-
þjóðlegum áherslum – sem ganga þvert á þjóðir í stað þess að tilheyra stakri
þjóð – hvað varðar bæði fagurfræði og efnivið. Í sumum tilfellum tókst þessi
bræðingur vel upp en í öðrum var fyrst og fremst um að ræða stirða frá-
sagnarumgjörð sem var ætlað að uppfylla kvaðir um samframleiðslu. Er
fram liðu stundir tók að losna um slíkar kvaðir – ekki síst sakir gagnrýni
á tækifærissinnaðar og innihaldsrýrar samstarfsmyndir í álfunni sem farið
var að kalla Evrubúðinga (e. europudding) – auk þess sem íslenskir kvik-
myndagerðarmenn fundu leiðir til að dylja hið erlenda framlag. Í Ungfrúnni
góðu og húsinu (1999) myndaði til dæmis sænski tökumaðurinn Per Käll-
berg innisenur í Svíþjóð jafnvel þótt þær gerðust í íslenskum söguheimi. Og
í Mávahlátri (Ágúst Guðmundsson, 2001) ljáir Magnús Ragnarsson þýska
leikaranum Heino Ferch rödd sína. Þá tók Friðrik Þór sjálfur skyndilega
u-beygju í sínum næstu tveimur myndum, sem báðar voru gerðar eftir vin-
sælum íslenskum samtímaskáldsögum, Djöflaeyjunni (1996) og Englum al-
heimsins (2000), og nutu þær svo mikilla vinsælda hérlendis að rifja þurfti
upp áhorfstölur frá upphafi kvikmyndavorsins til samanburðar.24 Vinsældir
23 Björn norðfjörð, „‚Excuse me. Do you speak English?‘: Höfundarverk Friðriks
Þórs Friðrikssonar og alþjóða-slagsíðan í íslenskri kvikmyndasögu“, Kúreki norð-
ursins: Kvikmyndaskáldið Friðrik Þór Friðriksson, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 2005, bls. 132–159.
24 Sjá ítarlega greiningu á þessum og fleiri íslenskum kvikmyndaaðlögunum í hefti af
Ritinu sérstaklega tileinkuðu efninu í ritstjórn Guðna Elíssonar og jón Ólafssonar,
1/2001.