Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 33
BjöRn ÆGIR nORðFjöRð
32
þeirra staðfestu ennfremur að íslenskum áhorfendum líkaði betur við stað-
bundnar kvikmyndir en þær sem ætlað var að herja á erlend mið.
Tveir óvæntir smellir, nokkuð smærri í sniðum, í upphafi áratugarins
innleiddu aðrar nýjungar í íslenska kvikmyndagerð. Og jafnvel þótt þeir
leituðu fyrirmynda erlendis – og fremur vestur um haf en austur – þá var
útfærslan staðbundin. Sódóma Reykjavík (Óskar jónasson, 1992) og Vegg-
fóður (júlíus Kemp, 1992) miðluðu gamansömum sögum af lífi ungs fólks
í Reykjavík með glæpsamlegu ívafi þar sem tónlist spilaði jafnframt stórt
hlutverk. Og það eru þessar myndir sem innleiddu tilfærsluna úr sveit í borg
í íslenskri kvikmyndagerð miklu fremur en 101 Reykjavík (Baltasar Kor-
mákur, 2000) sem kannski sakir titilsins er stundum eignaður heiðurinn.25
Áþekkar áherslur var einnig að finna hjá eina nýja kvenleikstjóra áratugarins,
Ásdísi Thoroddsen, í myndinni Draumadísir (1996), jafnvel þótt fyrsta mynd
hennar Ingaló (1992) hefði verið talsvert alvörugefnari.
Fyrsti áratugur nýrrar aldar: Kvikmyndagreinar og Holly-
woodvæðing
Ekki var annað að sjá en að íslensk kvikmyndagerð stæði í blóma í upphafi
21. aldarinnar en óvenju margar kvikmyndir voru frumsýndar árið 2000. At-
kvæðamest þeirra var Englar alheimsins sem hlaut bæði metaðsókn og góðar
viðtökur og virtist þannig staðfesta ráðandi stöðu Friðriks Þór Friðrikssonar
en breytingar lágu í loftinu. Enda sýndu alls fjórir leikstjórar frumraun sína
í kvikmyndahúsum um aldamótaárið og var í öllum tilfellum um að ræða
nokkuð grallaralegar Reykjavíkur-myndir ekki ósvipaðar Sódómu Reykjavík
og Veggfóðri: Fíaskó (Ragnar Bragason), Óskabörn þjóðarinnar (jóhann Sig-
marsson), 101 Reykjavík og Íslenski draumurinn (Róbert I. Douglas). Þótt að
sú síðastnefnda hafi notið mestrar hylli í kvikmyndahúsum voru það Ragnar
Bragason og sérstaklega Baltasar Kormákur sem áttu eftir að láta mest að sér
kveða er fram liðu stundir af þeim leikstjórum sem þreyttu frumraun sína
aldamótaárið.26
25 Ég ræði tilfærsluna úr sveit í borg meðal annars í greinarkorninu „Urban/Wilderness:
Reykjavík’s Cinematic City-Country Divide“, World Film Locations: Reykjavík, ritstj.
jez Conolly og Caroline Whelan, Bristol: Intellect, 2012, bls. 42–43. Þá hefur
Heiða jóhannsdóttir fjallað um 101 Reykjavík í greininni „Under the Tourist Gaze:
Reykjavík as the City that never Sleeps“, The Cultural Reconstruction of Places, ritstj.
Ástráður Eysteinsson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006, bls. 111–121.
26 Björn Þór Vilhjálmsson ræddi þegar ári síðar nýjabrum aldamótaársins í greininni
„Sögur úr samtímanum: Íslenskar kvikmyndir á nýrri öld“, Tímarit um menningu og
mannlíf apríl/2001, bls. 20-25.