Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Qupperneq 35
BjöRn ÆGIR nORðFjöRð
34
umskipti sem kenna má við nýfrjálshyggju eru alls ekki bundin við íslenskt
þjóðarbíó því þau fylgja mikið til í kjölfar breytinga sem þegar höfðu átt
sér stað annars staðar á norðurlöndunum og víðar í Evrópu.30 Því má segja
að íslensk kvikmyndagerð mótist enn af straumum og stefnum í evrópskri
kvikmyndagerð jafnvel þótt uppruna viðmiðanna megi mestmegnis rekja til
Hollywood.
Dagur Kári er í raun eini leikstjórinn sem heyr frumraun sína á ára-
tugnum sem vinnur klárlega í anda listrænu myndarinnar, en mynd hans
Nói albínói (2003) naut mikillar velgengni á kvikmyndahátíðum.31 Á meðan
hann hefur haldið nokkurri tryggð við formið í Voksne mennesker (Fullorðið
fólk, 2005) og The Good Heart (Góðhjarta, 2009) hafa aðrir leikstjórar snúið
við því baki. Eftir tvíleikinn Börn (2006) og Foreldra (2007) sneri Ragnar
Bragason sér að sjónvarpi og leikstýrði Vakta-þáttunum (2007 – 2009) vin-
sælu sem voru kórónaðir með stórsmellinum Bjarnfreðarsyni (2009). Eftir
101 Reykjavík og Hafið (2002) gerði Baltasar glæpamyndirnar A Little Trip
to Heaven (Skroppið til himna, 2005) og Mýrina (2006), og með vinsældum
þeirrar síðarnefndu bæði heima og heiman leysti hann Friðrik Þór af hólmi
sem helsta kvikmyndagerðarmann þjóðarinnar, þótt ekki gerðist hann jafn
umsvifamikill í framleiðslu mynda og forverinn.
Þetta var svo sem ekki í fyrsta skipti sem íslenskir leikstjórar gerðu
glæpamyndir eða hvað þá gamanmyndir en greinamyndirnar sem lögðu
undir sig íslenska kvikmyndagerð er á leið áratuginn líktu nú hvað efni,
form og fagurfræði varðar í hvívetna eftir Hollywood-fyrirmyndum sínum.
Þótt glæpamyndirnar væru mest áberandi, samanber Kalda slóð (Björn Br.
Björnsson, 2006), Reykjavík-Rotterdam (Óskar jónasson, 2008), Stóra planið
(Ólafur jóhannesson, 2008) auk fjölda sjónvarpssería, mætti einnig tína til
fantasíuna Astrópíu (Gunnar B. Guðmundsson, 2007), hryllingsmyndina
Reykjavik Whale Watching Massacre (júlíus Kemp, Hvalaskoðunarblóðbaðið í
Reykjavík, 2009) auk barnamyndarinnar Algjör Sveppi og leitin að Villa (Bragi
Þór Hinriksson, 2009).
Heimildarmyndin varð aftur gjaldgeng hjá Kvikmyndasjóði á áratugnum
og fljótt skapaði fjöldi mynda umræðu í samfélaginu og naut jafnvel vin-
raunar listrænu kvikmyndina sömuleiðis í safnritinu Kvikmyndagreinar, ritstj. Guðni
Elísson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006.
30 Andrew nestingen, Crime and Fantasy in Scandinavia: Fiction, Film and Social Change,
Seattle: University of Washington Press, 2008, bls. 67–71.
31 Björn norðfjörð, Dagur Kári’s Nói the Albino, Seattle: University of Washington
Press, 2010.