Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 36
LjÓS Í MYRKRI
35
sælda í kvikmyndahúsum. Mætti í því sambandi nefna Lalla Johns (Þorfinnur
Guðnason, 2001), Í skóm drekans (Hrönn Sveinsdóttir og Árni Sveinsson,
2002), Hlemm (Ólafur Sveinsson, 2002) og Blindsker (Ólafur jóhannesson,
2004). Annars voru helstu viðfangsefni heimildarmynda áratugarins framan
af tónlist, þjóðþekktir einstaklingar eða utangarðsmenn, mannlífið á afmörk-
uðum stað, og fjölmenning eða breytt ásýnd íslensks samfélags – ekki síst í
kvikmyndum Ólafs jóhannessonar.32 Efnahagshrun, eldgos í Eyjafjallajökli
og auknar áhyggjur af náttúru landsins sakir stóriðju og loftslagsbreytinga
umbyltu íslenskum heimildarmyndum undir lok áratugarins og mátti jafn-
framt greina að myndirnar voru ekki síður gerðar með erlenda áhorfendur
að leiðarljósi, og eiga þær hvað það varðar ýmislegt sammerkt með Íslands-
myndum. Mætti tína til sem dæmi Guð blessi Ísland (Helgi Felixson, 2009),
Draumalandið (Þorfinnur Guðnason og Andri Snær Magnason, 2009), Ösku
(Herbert Sveinbjörnsson, 2013) og Jöklaland: Veröld breytinga (Gunnlaugur
Þór Pálsson, 2016). Þá er það til marks um gróskuna í íslenskri heimildar-
myndagerð að á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði, sem
fyrst var haldin árið 2008, er frumsýndur mikill fjöldi mynda árlega þótt
ekki séu þær allar í fullri lengd.
Annar áratugurinn: Alþjóðleg kvikmyndagerð
Það eru gömul sannindi og ný að erfitt getur verið að greina helstu útlínur
samtímans. Líklegt verður þó að telja að annars áratugarins verði ekki síst
minnst fyrir mikla ásókn kvikmyndaframleiðenda frá Hollywood og víðar úr
heiminum í að taka upp lengri eða styttri hluta mynda sinna hérlendis. Slíkar
upptökur eiga sér vissulega þónokkra forsögu, samanber james Bond mynd-
irnar A View to a Kill (john Glen, 1985) og Die Another Day (Lee Tamahori,
2002), og þótt fjöldi þeirra hafi farið stigvaxandi alla 21. öldina á fjöldi slíkra
verkefna í upphafi annars áratugarins sér engin fordæmi. Sumarið 2012 voru
kvikmyndateymi við tökur fyrir meðal annars Hollywood-myndirnar Noah
(Darren Aronofsky, 2014), Oblivion (joseph Kosinski, 2013), Thor: The Dark
World (Alan Taylor, 2013) og The Secret Life of Walter Mitty (Ben Stiller,
2013), og jafnvel þótt sú síðastnefnda gerist einnig að hluta á Íslandi geta
þessar kvikmyndir ekki talist íslenskar í hefðbundnum skilningi. Þær eru
vissulega hluti af íslenskum kvikmyndaiðnaði en þær tilheyra heimi Holly-
wood sem umbreytir íslensku landslagi í dramatíska umgjörð frásagna sem
32 Björn norðfjörð, „Einsleit endurreisn: Íslenskar heimildamyndir á nýrri öld”, Saga
2/2008, bls. 114–149.