Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 45
GuNNAR TómAS KRiSTóFERSSoN
44
slepptu honum og leitast við að dýpka þekkingu á fyrstu árum kvikmynda á
Íslandi. Þetta er þó ekki mögulegt án þess að endurtaka sumt sem áður hefur
komið fram, og er það þá gert til að skapa heilsteypta frásögn og samfellu.
Staldrað verður sérstaklega við áðurnefnd tvö ártöl og rætt nánar en áður
hefur verið gert hvernig ferðalögum Nöggeraths annars vegar og Hallseths
og Fernanders hins vegar var háttað og ástæðurnar fyrir komu þeirra, sem og
hverjir þessir menn í raun voru. Þá verður birtu brugðið á aðdraganda kvik-
myndaaldarinnar með umfjöllun um forsögu kvikmyndasýninga á Íslandi og
hvernig brugðist var við hinum nýja miðli í fjölmiðlum þegar vitneskjan
um hann einkenndist af lausafregnum og lýsingum íslenskra ferðalanga er
barið höfðu hann augum á erlendri grundu. Segja má að landnámi lifandi
mynda hafi svo ekki lokið fyrr en sýningar þeirra voru komnar í nokkuð
fasta rekstrarlega umgjörð og lýkur því greininni á umræðu um kvikmynda-
sýningar í Reykjavík fram til stofnunar Nýja bíós árið 1913.
Viðamesta umfjöllun um þetta tímabil og fyrstu kynni Íslendinga af kvik-
myndatækninni er að finna í áðurnefndri grein Eggerts Þórs. Þar fjallar hann
meðal annars um komu Nöggeraths árið 1901 sem og komu Hallseths og
Fernanders árið 1903 og hvernig þeir stóðu fyrir fyrstu kvikmyndasýningum
þjóðarinnar í höfuðstað Norðurlands, Akureyri, í júnímánuði árið 1903. Þá
fjallar hann einnig um tilraunir til kvikmyndasýninga á Íslandi, viðbrögð
almennings og yfirvalda við þeim, hljóðsetningu þögulla mynda, tilkomu
hljóðmynda og margt annað.3 mikilvægi greinar Eggerts Þórs er vart hægt
að ofmeta og breytir þessi grein engu þar um, enda aðeins farið í hluta þess
sem hún fjallar um. En munurinn á því sem hér verður farið í er sá að helstu
heimildir Eggerts eru dagblöð og tímarit og annað prentefni en rétt er að
hafa í huga að grein hans er skrifuð áður en Landsbókasafnið setti á lagg-
irnar timarit.is sem umbylt hefur leitarkostum í efni af því tagi sem Eggert
studdist við. Það er timarit.is sem hefur gert mér kleift að fylla í eyður í grein
Eggerts og festa röð atburða betur í sessi. Þá hafa rannsóknir í erlendum
gagnagrunnum og samskipti við fræðimenn á sviði norrænnar kvikmynda-
sögu ennfremur varpað ljósi á áður óþekktar hliðar þessarar sögu, ekki síst er
kemur að bakgrunni þeirra Nöggeraths og Hallseths og Fernanders.
Úr skugganum
Töfralampinn (lat. laterna magica) og sú skemmtun sem hann hafði upp á að
bjóða hafa oft verið nefndar forverar kvikmyndarinnar enda byggja báðar
3 Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám lifandi mynda“, bls. 803-831.