Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 48
uppHAF KViKmYNDAALDAR á ÍSLANDi
47
inga Lára ræðir hvernig Gestur sakar þá félaga um að hafa ekki fengið
skemmtanaleyfi fyrir sýningunum og spunnust nokkrar deilur í kringum
það.14 Einnig notar Gestur sýninguna, sem kostar 50 aura í aðgangseyri, sem
útgangspunkt fyrir umræðu um fiskileysið í bænum og þá fátækt sem breiðst
hefur út á þessum erfiðu tímum. Telur hann það athæfi að plokka peninga af
þeim sem minnst mega sín með svona óþarfa með öllu óverjandi. Þá undrast
pistlahöfundur ennfremur að bæjarfulltrúinn Þorlákur ó. Johnson skuli ekki
sjá að sér enda ætti honum að vera staðan ljós. Telur ritstjórinn að:
tíminn sé illa valinn til að græða fé á skemmtunarfýsn manna og
séu nú skemmtanirnar svo úr garði gerðar, að engin von sé til að
aðrir sæki þær en þeir, sem sökum skorts á menntun geta ekki séð,
hve þær eru lítilsverðar, þá er ástæða til að tala um, að hér sé ,,spek-
úlerað” í hinum fáu skildingum aumingjanna, sem þeir þó þurfa
svo mjög við nú sem stendur, til að treyna lífið í sér og sínum.15
Það er skemmst frá því að segja að ekkert bann var sett á sýningar félag-
anna.16 Leiðir þeirra skildi þó árið eftir og hélt Þorlákur sýningunum áfram
einn síns liðs til ársins 1892.
Fyrir jólin 1889 auglýsti Þorlákur sérlega stóra sýningu með myndum
víðsvegar að úr Evrópu. Hann tók jafnframt sérstaklega fram að sýnd yrði
14 inga Lára Baldvinsdóttir, Sigfús Eymundsson, bls. 36.
15 Gestur pálsson, ,,Skuggamyndir“, bls. 115.
16 Svipaður málatilbúnaður átti eftir að reynast áberandi rétt um 30 árum síðar og
beindist þá að kvikmyndunum sjálfum, frekar en skuggasýningum. Aftur var tilefnið
að erfiðleikar herjuðu á landann og verið var að hvetja fólk til að spara, og í augum
velsæmisvarða var siðspillandi afþreying það síðasta sem verkalýðurinn þurfti á að
halda, eða átti að verja sínum fáu aurum í að njóta. Skarphéðinn Guðmundsson tók
saman og ræddi varnar– og gagnrýnisorðræðuna sem kvikmyndasýningar kveiktu í
grein sinni ,,Ekki fleiri bíó: Afstaða yfirvalda til kvikmyndasýninga á fyrri helmingi
aldarinnar“. Í grein sinni ræðir Skarphéðinn meðal annars skrif ólafs ólafssonar frí-
kirkjuprests í Morgunblaðið árið 1915 sem eru um margt lík skrifum ritstjóra Suðra.
ólafur skrifar meðal annars að ef góðgerðarfélög fái ekki leyfi til að halda tombólu
í borginni finnist honum hart að aðrir ,,skuli hafa leyfi til að stofna til allskonar
,,húmbúgs“-sýninga einungis til að plokka aurana úr vösum skemtanafýkinna ráð-
leysingja“ Skarphéðinn segir í grein sinni að slíkri gagnrýni á ,,eyðslusemi” borgar-
anna hafi verið svarað fullum hálsi og ,,á það bent að fólki ætti að vera fullkomlega
í sjálfsvald sett hvort það teldi sig hafa efni á að fara í leikhús eða bíó.“ Skarphéðinn
Guðmundsson, ,,Ekki fleiri bíó: Afstaða yfirvalda til kvikmyndasýninga á fyrri helm-
ingi aldarinnar”, Heimur kvikmyndanna, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Forlagið
og art.is, 1999, bls. 838-851, hér bls. 840.