Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 55
GuNNAR TómAS KRiSTóFERSSoN
54
mennsku. Gisti Nöggerath í helli með göngumönnum og minntist hann
þess sérstaklega að hafa fengið súrmat að borða (sem hann nefnir einfald-
lega úldinn mat í endursögn sinni), sem honum fannst ekki mikið til koma.38
Þrátt fyrir hungur og takmarkaðan svefn í hellinum vaknaði Nöggerath
snemma næsta morgun til að stilla upp fyrir komuna niður af fjallinu, en
hann myndaði einnig smölun fjárins inn í réttirnar ásamt dilkadrættinum og
flutningum þeirra á vögnum aftur á bæina.
Eftir göngurnar og réttirnar hélt Nöggerath aftur til Reykjavíkur þar
sem hann dvaldi í nokkra daga á meðan hann safnaði myndefni í dagsferðum
í kringum borgina. meðal annars fór hann af lýsingum hans að dæma mjög
líklega til Krýsuvíkur að mynda jarðvirkni, þá náði hann myndum af fisk-
þurrkun og að lokum söltun hvalkjöts ásamt öðrum smávægilegum við-
burðum. Nöggerath hélt svo af landi brott eftir að síðustu ferðaskipin höfðu
þegar siglt til Englands þannig að hann þurfti að verða sér úti um far með
togara, pláss sem hann fékk í skiptum fyrir tvær viskíflöskur og loforð um að
gerast stýrimaður í túrnum.39
myndefni Nöggeraths frá Íslandi var tekið til sýninga árið 1902 og er
áhugavert að skoða titla afrakstursins, en þeir eru nokkuð ólíkir þeirri frá-
sögn sem höfð er eftir Nöggerath um ferðalagið: Net sótt og afla landað á ís-
lenskum togara (Hauling the Nets and Landing the Catch on an Iceland Trawler),
Gaman á íslenskum togara (Fun on an Iceland Trawler), Löndun og hreinsun á
afla íslensks togara (Landing and Cleaning of a Catch on an Iceland Trawler),
Hreinsun á fiski og löndun hákarls (Cleaning the Fish and Landing a Shark),
Sauðfé smalað (Gathering Sheep), Konur hreinsa fisk fyrir söltun (Women Clean-
ing Fish for Curing) og Konur þvo föt í heitum brunnum (Women Washing Clot-
hes in Hot Wells).40
á leið sinni til Íslands með breska togaranum Nile myndaði Nöggerath
lífið um borð, og gerði þar á meðal myndina Gaman á íslenskum togara sem
samkvæmt heimildum sýnir sjómennina skemmta sér við að þrífa stakka sína
að vinnu lokinni. á þetta minnist hann sérstaklega í upphafi frásagnar sinnar
en ljóst má vera að ekki hafi verið um íslenska sjómenn að ræða, enda engir
íslenskir togarar til á þessum tíma. uppruni sjómannanna skipti litlu máli
en Nöggerath sagði þá mynd eina þá vinsælustu úr Íslandsferðinni þar sem
gestir veltust um af hlátri að aðförum sjómannanna.41 Ekkert er minnst á
38 ivo Blom, ,,Chapters from the Life of a Camera operator“, bls. 273-274.
39 Sama rit, bls. 274.
40 ivo Blom, ,,The First Cameraman in iceland“, bls. 75.
41 ivo Blom, ,,Chapters from the Life of a Camera operator“, bls. 272.