Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 61
GuNNAR TómAS KRiSTóFERSSoN
60
Nokkrir menn hér í bænum hafa myndað félag með sér og keypt
allar myndir þær og áhöld, sem þeir félagar Fernander & Hallseth
voru með.66
Það verður því að teljast líklegt að Hallseth og Fernander hafi ferðast án
sýningarvélarinnar aftur heim og án einhverra þeirra mynda sem þeir komu
með. Ekkert er minnst á þessi kaup í öðrum miðlum og hvergi kemur fram
hverjir stóðu að þeim, en hins vegar var Þjóðminningardagurinn árið 1903
haldinn hátíðlegur þann 6. september í Keflavík og þar voru lifandi myndir
hluti af dagskránni. um sýninguna er ekki farið fögrum orðum en mynd-
irnar voru sagðar hafa sést illa og verið ýmist á hlið eða á hvolfi, en gestir
kenndu vankunnáttu aðstandenda um hvernig fór.67 Þetta bendir til þess að
myndasýningin í Keflavík hafi farið fram með vél Hallseths og Fernanders,
en að kaupendur vélarinnar hafi ekki haft nokkra kunnáttu til að nota hana
og því fór sem fór. Þá vitnar Eggert Þór í svipaða reynslu áhorfanda undir
lok septem ber 1903 sem sagði frá hálfum myndum íslenskra sýningarmanna
ýmist á hlið eða á hvolfi.68 Samkvæmt grein Hjálmtýs Heiðdals í Lesbók
Morgunblaðsins ,,Skemmtanir fyrir fólkið. Kvikmyndin 100 ára“ stofnaði
ólafur Þ. Johnson fyrsta íslenska kvikmyndafélagið o. Johnson & co. árið
1903 og fór einmitt illa á fyrstu sýningum þeirra. Það verður því að teljast
afar líklegt að félagið hafi keypt tækin af Hallseth og Fernander og staðið
fyrir sýningunni misheppnuðu í Keflavík tæpum mánuði síðar.69
Hallseth og Fernander héldu áfram að ferðast um Norðurlöndin með
kvikmyndasýningar sínar og þrátt fyrir að ferð þeirra til Íslands hafi gengið
vel, í hið minnsta í miðasölu, þá sáu þeir sér ekki fært að koma aftur til
landsins og héldu sig við Noreg, Svíþjóð, Finnland og Danmörku áður en
þeir settust að í Finnlandi og settu á laggirnar kvikmyndahús og framleiðslu-
fyrirtæki. margar kvikmyndir eru enn til eftir þá félaga, en því miður engar
sem vitað er um frá Íslandi.
Íslendingar taka við keflinu
Eins og áður segir hafði ólafur Þ. Johnson, sonur Þorláks ó. Johnson,
kynnst kvikmyndamiðlinum í Danmörku árið 1898. ásamt magnúsi ólafs-
syni ljósmyndara og öðrum stofnaði hann fyrsta kvikmyndafélag Íslands árið
66 Fjallkonan, 11. 08. 1903, bls. 128.
67 „Þjóðminningardagurinn í Keflavík“, Reykjavík, 10. 09. 1903, bls. 2.
68 Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám lifandi mynda“, bls. 804.
69 Hjálmtýr Heiðdal, ,,Skemmtanir fyrir fólkið“, bls. 2.