Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 66
uppHAF KViKmYNDAALDAR á ÍSLANDi
65
með þrjá Dani, Warburg, Lind og petersen í brúnni gátu ólafur Þ.
John son og félagar hans í Íslenzku lifandi myndafélagi gert út á þjóðerni
í sínum auglýsingum og reynt að skapa tortryggni í garð hins nýstofnaða
bíós.89 Það gerðu þeir einmitt í auglýsingu í október árið 1906, hálfum mán-
uði fyrir fyrstu sýningu Reykjavíkur Biograftheater. Í auglýsingunni sem
bar yfirskriftina ,,Samkeppnin lifi!“ var ritað ,,allir hluthafar félagsins eru
Íslendingar, þar af leiðandi: Engir peningar út úr landinu!“90 Íslenzkt lif-
andi myndafélag hætti starfsemi eftir bruna snemma árs 1907 og seldi tækin
til Vilhelms Knudsen, kaupmanns á Akureyri.91 Reykjavíkur Biograftheater
varð aftur á móti ómissandi hluti af menningarlífi borgarinnar í tæp 75 ár.
Ný bíó reyna fyrir sér
Þrátt fyrir sterka stöðu Reykjavíkur Biograftheater í borginni reyndu nokkur
félög að efna til samkeppni og ræðir Eggert nokkur þeirra í grein sinni. Þann
27. júlí 1907 hóf The Scottish and American lifandi mynda félag sýningar í
Bárubúð.92 Samkvæmt auglýsingu í Hugin átti almenningi að gefast kostur á
því að sjá fleiri myndir og betur sýndar, enda vanur Englendingur við stjórn-
völinn á sýningum. Fyrir auglýsingunni var skráður Christinn B. Eyjólfs-
son ljósmyndari og The Scottish and American animated picture company,
mögulega uppdiktað fyrirtæki til að gefa sýningunum fagmannlegan blæ.93
Ekkert spyrst síðan frekar til sýninganna og því líklegt að þær hafi ekki verið
langlífar.
Eggert ræðir sérstaklega Alþjóðaleikhús Reykjavíkur, sem hóf sýningar
þann 29. október 1909 í Bárubúð. Það var hluti af norsku kvikmyndafélagi,
en íslenskur kaupmaður, Jón Guðmundsson, veitti kvikmyndahúsinu for-
stöðu hér á landi.94 Þrátt fyrir húsfylli á fyrstu sýningunum og almennt já-
kvæðar viðtökur í blöðunum virðist reksturinn ekki hafa gengið sem skyldi,
en síðustu fregnir af því eru frá 11. desember 1909 þegar miðar á sýningar
lifandi mynd um“, Ný saga, ritstj. Eggert Þór Bernharðsson og Ragnheiður móses-
dóttir, 2. árgangur, Reykjavík: Sögufélag, 1988, bls. 88-94, hér bls. 89.
89 Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám lifandi mynda“, bls. 806.
90 Þjóðólfur, 19. 10. 1906, bls. 177.
91 Hjálmtýr Heiðdal, ,,Skemmtanir fyrir fólkið“, bls. 2.
92 Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám lifandi mynda“, bls. 807.
93 Huginn, 29. 07. 1907, bls. 4, og Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám lifandi
mynda“, bls. 807. Nafn félagsins var auglýst með þessari blöndu af íslensku og ensku
og síðar í sömu auglýsingu aðeins á ensku, því er það sett fram á þennan máta hér.
94 Lögrétta, 03. 11. 1909, bls. 202. Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám lifandi
mynda“, bls. 807.