Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 79
BjöRN ÞóR VilHjálMSSoN
78
heldur ekki svo fjarri sanni að túlka bannlistann sjálfan sem síðbúna tilraun
til að víkja Íslandi undan „hrellingum nútímans“.27
Bandalag í aðdraganda bannlista
árið 1963 felldi Högni Egilsson, blaðamaður, reynslusögu sína af því að
gerast kvikmyndagagnrýnandi inn í langa og ítarlega umræðu um skaðsemi
kvikmynda, en um hlutastarf var að ræða er hann hafði tekið að sér í mesta
sakleysi. Högni var fram að því ekki tíður gestur í kvikmyndahúsum borg-
arinnar en gagnrýnendahlutverkinu fylgdi þó eins og gefur að skilja krafa
um reglubundnar heimsóknir. Það sem við blasti vakti hjá honum óhug,
„[h]rein skilnislega skal játað, að ég gerði mér engan veginn nógu ljósa grein
fyrir ægimætti kvikmyndarinnar, þegar ég hóf starf þetta“, skrifar Högni, og
bendir svo lesendum sínum á að sannað sé „að úti í heimi haf[i] menn verið
kyrktir, rotaðir, rændir og myrtir og konum verið nauðgað vegna beinna
áhrifa frá kvikmyndasýningum“.28 En þótt kvikmyndir kunni að hvetja full-
orðna til glæpa eru það börnin sem eru Högna efst í huga og hann spyr
hvernig á því geti staðið að þeim sé boðið upp á myndir „úttroðnar af
skelfingum“, líkt og hann hafi sjálfur orðið vitni að á svokölluðum barna-
sýningum.29
„Hér á landi er til nokkuð, sem heitir kvikmyndaeftirlit“, bendir Högni
á, og segir að reynslan sem komin sé af störfum þess verði að teljast „vafa-
söm“.30 Söðla ber um, segir hann, og kallar eftir því að í Kvikmyndaeftirlitið
27 óttinn við að „opna flóðgáttirnar“ liggur eins og rauður þráður í gegnum viðtöku-
sögu ögrandi menningarafurða og listforma, erlendis sem og á Íslandi. Kristín Svava
Tómasdóttir bendir á að þegar Freymóður jóhannsson kærði Táknmál ástarinnar
(Ur kärlekens språk, Torgny Wickman, 1969) á ofanverðum sjöunda áratugnum fyrir
brot á klámlöggjöfinni hafi hann litið svo á „að hér væri um fordæmi að ræða. um
leið og stjórnvöld neituðu að grípa til aðgerða gegn einni mynd væri opnað fyrir
þann möguleika að næsta mynd yrði „ennþá viðbjóðslegri, og þannig koll af kolli““.
Sama var uppi á teningnum þegar deilur brutust út um hvort sýna ætti Veldi til-
finninganna (愛のコリーダ eða Ai no korīda, Nagisa oshima, 1976) á listahátíð í
Reykjavík 1978. Þegar ákveðið hafði verið að falla frá þeirri fyrirætlun í ljósi and-
stöðu Kvikmyndaeftirlits og löggæsluyfirvalda lýsti Vigdís Finnbogadóttir, sem sat
í framkvæmdarstjórn hátíðarinnar, því yfir að „myndin gæti vissulega haft neikvæð
áhrif á ungt og óreynt fólk, og það gæti enn fremur opnað flóðgáttir óvandaðra
kláms að leyfa hana“. Stund klámsins, bls. 209 og 233.
28 Högni Egilsson, „Börn og kvikmyndir“, Kirkjuritið 3/1963, bls. 130–135, hér bls.
131 og 133.
29 Sama heimild, bls. 134.
30 Sama heimild, bls. 135.