Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 81
BjöRN ÞóR VilHjálMSSoN
80
kvikmyndir eða skipta sér af rekstri kvikmyndahúsa og sýningarhaldi með
öðrum hætti en að meta hvort kvikmyndir væru við hæfi barna. Máttu ís-
lensk kvikmyndahús því að nafninu til sýna fullorðnum hvaða myndefni sem
er, eftirlitinu væntanlega að meinlausu – að klámmyndum undanskildum,
sem bannaðar höfðu verið alla tíð. Enda þótt fólki hafi í gegnum tíðina mis-
boðið ýmislegt sem á boðstólum var í íslenskum bíóum, og jafnvel mislíkað
við kvikmyndahúsin sjálf, er þó ekki að sjá að rekstraraðilarnir hafi talið sig
hafa frítt spil með myndasýningar fyrir sextán ára og eldri.33 Má í því sam-
bandi benda á að ósjaldan voru klippt eintök af myndum sem bannaðar voru
börnum teknar til sýninga, og um slíkt var rætt opinberlega.34 Samhliða
þessari iðju var Kvikmyndaeftirlitinu hins vegar nokkuð kappsmál að bera af
sér ásakanir um að það stæði á bak við „ritskoðun“ mynda, og benti þá ávallt
á að slíkt félli utan verksviðs þess.35 Í framhaldinu vakna því spurningar um
hvernig kvikmyndaeftirliti á Íslandi hafi í raun verið háttað, og hafa nýlegar
rannsóknir Kristínar Svövu Tómasdóttur dregið upp skýrari mynd af því en
áður var fyrir hendi.
Í Stund klámsins lýsir Kristín „óformlegu“ samstarfi Kvikmyndaeftirlits-
ins og löggæsluyfirvalda annars vegar og kvikmyndahúsaeigenda í borginni
hins vegar við viðhald þeirra velsæmisviðmiða sem almenn (eða þolanleg)
sátt var um. Ef matsmenn urðu þess áskynja við lögformleg störf sín að fyrir-
hugað væri að taka kvikmynd til sýninga sem svo ofbauð þeim að óvíst væri
einu sinni að fullorðnir gætu meðtekið hana sér að skaðlausu var lögreglu-
yfirvöldum gert viðvart. opinber fulltrúi bættist þá í hóp eftirlitsmanna og
færi svo að fulltrúinn væri Kvikmyndaeftirlitinu samdóma um að óráðlegt
væri að sýna viðkomandi kvikmynd var bíóið vinsamlega beðið um að falla
frá áætlunum sínum. Kristín Svava tekur jafnframt fram að ekkert bendi til
annars en að vel og liðlega hafi verið brugðist við slíkum tilmælum, þótt
erfitt sé að áætla tíðni þeirra þar sem um óformlegt og óskjalfest samstarf
var að ræða. Aðra mildari (en jafn óformlega) leið var einnig hægt að fara
þegar kom að sýningum á vafasömu efni, sem var að kvikmyndahúsin sjálf
klipptu myndir áður en þær voru teknar til sýninga, ýmist að eigin frum-
kvæði eða eftir að innflutningsaðilar höfðu ráðfært sig við skoðunarmenn
Kvikmyndaeftirlitsins og fengið ábendingar um breytingar sem gera þyrfti
33 Rétt er að halda því til haga hér að lögreglusamþykktin frá 1919 var eina formlega
ráðstöfun hins opinbera sem með einhverjum hætti hamlaði efnisvali kvikmyndahúsa
á þessum tíma.
34 Kristín Svava Tómasdóttir, Stund klámsins, bls. 143–144.
35 Sama heimild, bls. 145–146.