Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 83
BjöRN ÞóR VilHjálMSSoN
82
málinu velta fyrir sér að hér sé um að ræða skýran vitnisburð um jaðarstöðu
kvikmynda í íslenskri menningu á liðinni öld. Enda er erfitt að ímynda sér
að bandalag embættismanna og menningarfyrirtækja, sem í kyrrþey mótuðu
erlent menningarefni að eigin hugsjónum áður en það bar fyrir augu al-
mennings, hefði nokkurn tíma komið til tals, hvað þá orðið að veruleika, í
tilviki annarra listforma.
Heimahús verður kvikmyndahús
Bandalagið til að viðhalda siðsemi í kvikmyndahúsum landsins kann að hafa
þjónað sínum tilgangi meðan um tiltölulega lítinn markað var að ræða og
gott talsamband var milli hlutaðeigandi aðila. Það breyttist hins vegar með
afdráttarlausum hætti þegar myndbandstæknin haslaði sér völl hér á landi
á ofanverðum áttunda áratugnum. á skömmum tíma var fjöldinn allur af
myndbandaleigum stofnaður sem fyrst í stað fluttu sjálfar inn myndbands-
spólur til útleigu, nokkuð sem aldrei var látið af að fullu.39 Stöndug mynd-
bandaleiga var jafnframt ólík hefðbundnu kvikmyndahúsi hvað það varðar
að ekki voru aðeins ein eða tvær myndir „í sýningum“ hverju sinni heldur
mörg hundruð, og alltaf bættist við án þess að það sem fyrir væri hyrfi af
vettvangi. öll yfirsýn yfir þær kvikmyndir sem á boðstólum voru á Íslandi
hafði glatast.
Myndbandabyltingin hafði staðið yfir í um það bil fjögur ár þegar ingvar
gíslason menntamálaráðherra lagði fram frumvarp um bann við ofbeldis-
myndum, og í umræðum um frumvarpið varð honum tíðrætt um breyttar
aðstæður og vék í því samhengi að einni meginástæðu þess að Kvikmynda-
eftirlit ríkisins væri hætt að þjóna tilgangi sínum; heimahúsið væri orðið
kvikmyndahús:
39 um „myndbandsbyltinguna“ og „vídeóæðið“ var fjallað með reglubundnum og
nokkuð ágengum hætti í fjölmiðlum tímabilsins. Af þeim fjölmörgu dagblaðsgrein-
um sem hægt væri að nefna í því sambandi eru þessar með þeim forvitnilegri: „ka“,
„Verðum við öll vidjótar? Sagt frá fjölmiðla- og fjarskiptabyltingunni“, Þjóðviljinn,
20. maí 1981, bls. 8 og 14; jón ásgeir Sigurðsson, „Vídeó og lýðræði“, Dagblaðið &
Vísir, 14. janúar 1982, bls. 12; jón Axel Egilsson, „Vídeó-stefnan bæði lág og röng?“,
Helgarpósturinn, 2. júlí 1982, bls. 12-13. Þá gerði Morgunblaðið úttekt á myndbanda-
markaðnum sumarið 1983 og var þar m.a. rætt við guðgeir leifsson hjá Mynd-
bandaleigu kvikmyndahúsanna, auk nokkurra aðila er ráku vídeóleigur, sjá „„Hér
verslar fólk frá sextán ára upp í sjötugt““, „„Þörfin á fjölskylduefni að aukast““,
„„Fólk er farið að velja og hafna í meira mæli““, og „„lítið spurt um menningarlegt
efni““, Morgunblaðið, 19. júní 1983, bls. 50-51.