Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 92
„TAuMlAuST BlóðBAð áN liSTRæNS TilgANgS“
91
sjöunda áratugnum tók að losna mjög um beina og óbeina ritskoðun í kvik-
myndaframleiðslu. Í Bandaríkjunum gekk „framleiðslusáttmálinn“ svokall-
aði sér endanlega til húðar með myndum á borð við Bonnie and Clyde (Arthur
Penn, 1967) og Easy Rider (Dennis Hopper, 1969), en evrópsk kvikmynda-
gerð hafði tekið skref í átt til bersýnileika nokkrum árum fyrr.50 Það var ekki
síst innan greina braskmynda og hryllingsmynda sem svigrúmið til aukins
bersýnileika var nýtt til hins ýtrasta.
á þessa þrjá þætti er minnst til að draga fram og leggja áherslu á að
áratugum saman hafði fjöldinn allur af kvikmyndum verið framleiddur sem
aldrei hlaut „almenna“ dreifingu. Myndir sem voru mörgum reglulegum bíó-
gestinum nær ókunnar, og voru að auki oft og tíðum læstar innan landamæra
upprunalega þjóðlandsins, þar sem dreifing var í ofanálag oft takmörkuð.
Þegar losaðist um opinberar ritskoðunarhömlur í sömu andrá og samfélög
í vesturheimi færðust í átt til aukins frelsis í áður eldfimum og umdeildum
málaflokkum voru braskmyndirnar vel til þess fallnar að grípa keflið á lofti
og fleyta kvikmyndum inn á áður óþekktar slóðir – enda höfðu þær starfað
á mörkum hins leyfilega frá upphafi.51 Við tilkomu myndbandamarkaðarins
opnaðist svo eins konar flóðgátt fyrir braskið, uppsafnaðar „vörubirgðir“
tveggja áratuga voru gefnar út eins hratt og auðið var. Auglýsingar fyrir
myndirnar sem og snið og útlit á kápum plægðu akur hins forboðna með
sérdeilis óvægnum hætti og allt birtist þetta einn góðan veðurdag án nokk-
urrar aðvörunar í hillunum á myndbandaleigunum.52 Myndbandavæðingin
50 Varðandi bandaríska samhengið er rétt að benda annars vegar á gregory D. Black,
Hollywood Censored: Morality Codes, Catholics, and the Movies, Cambridge: Cambridge
university Press, 1996 og Stephen Prince, Classical Film Violence: Designing and
Regulating Brutality in Hollywood Cinema, 1930–1968, New Brunswick, New jersey,
and london: Rutgers university Press, 2003. Fyrir evrópska samhengið má nefna
Elisabet Björklund, „The limits of Sexual Depictions in the late 1960s“ í Swedish
Cinema and the Sexual Revolution, ritstj. Elisabet Björklund og Mariah larsson, jef-
ferson: McFarland & Company, 2016, bls. 126-138.
51 Tímaskeiðið jafnt og samfélagslega umrótið sem hér er vísað til má fella undir
„kynlífsbyltinguna“. Kristín Svava Tómasdóttir leggur út af hugtakinu með
eftirfarandi hætti: „undir hatt kynlífsbyltingarinnar hafa verið felldir ólíkir
viðburðir og hugmyndastraumar, svo sem tilkoma getnaðarvarnarpillunnar og
nýjar rannsóknir á kynlífi fólks og kynhegðun, breytt viðhorf til kynferðismála og
pólitísk barátta fyrir jafnrétti og frjálsum ástum, víkkaðar heimildir til fóstureyðinga
og aukin áhersla á mikilvægi kynfræðslu. Tími kynlífsbyltingarinnar einkenndist þó
ekki síst af auknum sýnileika nektar og kynlífs í menningunni. Fram að því tíðkuðust
almennt ekki nákvæmar lýsingar á kynlífi á opinberum vettvangi.“ Stund klámsins,
bls. 12.
52 Kate Egan hefur fjallað um lykilhlutverk myndbandskápunnar í merkingarmiðlun