Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 97
BjöRN ÞóR VilHjálMSSoN
96
áhyggjur um að unglingar kynnu að taka sig saman um að horfa á vídeómyndir,
skipuleggja sig jafnvel þannig að börnin safnast saman heima hjá þeim í vinahópn-
um sem einn er heima í það og það skiptið, voru því þungvægar þegar að mótun
frumvarpsins kom. Í umhverfi þar sem ekkert eftirlit var með útleigu myndbanda
margfaldaðist ógnin af hópmiðlinum, en í raun réttri var ekkert sem tryggt gat að
hann væri ekki notaður til að sýna ofbeldismyndir nema þessar sömu myndir væru
bannaðar og fjarlægðar af markaði.59
gagnrýna má félagsfræðilega túlkun frumvarpsins á venslum ungdóms-
menningar og tækni og hvernig þeim var teflt fram í umræðunni um kvik-
myndaeftirlit. Hins vegar kynni einhver að vera heilshugar sammála um
ógnina sem steðjaði af hópamyndunum umhverfis myndbandstæki og sjón-
vörp en fallast samt ekki á ritskoðunarhlið frumvarpsins. Til viðbótar við
að vera nauðsynleg þarf einnig að vera hægt að réttlæta hana og er þar á
brattann að sækja, enda ákveðin grundvallarsjónarmið í húfi um tjáningar-
frelsi, stjórnarskrárvarin réttindi borgara og friðhelgi heimilanna. Mætti því
ætla að sérstaklega hefði verið vandað til verka þegar að réttlætingarrök-
unum kom en sú var ekki raunin. Í athugasemdunum með lagafrumvarpinu,
framsöguræðu ingvars gíslasonar og ræðum hans um frumvarpið í þinginu
má greina eftirfarandi fjögur réttlætingarrök: 1) Ritskoðun er ávallt slæm í
eðli sínu en hér verðum við að bíta á jaxlinn og ritskoða í þágu barnanna,
2) Ritskoðun þarf ekki að vera af hinu illa ef hún beinist að menningarlegu
sorpi sem enginn á eftir að sakna, 3) Í frumvarpinu felst ekki ritskoðun,
sú hugmynd að svo sé gengur út frá því að tjáningarfrelsi geti verið alveg
óheft, en svo hefur aldrei verið, og að lokum 4) Í frumvarpinu felst ekki
ritskoðun þar sem kvikmyndaskoðun hefur verið við lýði um áratugaskeið.
Málflutningurinn var m.ö.o. bæði mótsagnakenndur og um margt ósann-
færandi, raunar dálítið eins og kastað hafi verið til höndum, og verður því að
draga þá ályktun ekki hafi verið gert ráð fyrir umfangsmiklum mótbárum.
Sú var líka raunin. Aðeins einn þingmaður, Vilmundur gylfason, gerði veru-
legar athugasemdir við málflutning ráðherra og annarra þeirra sem fylgjandi
voru lögunum, og hjó hann þar frekar eftir réttlætingarrökunum en nauð-
synjarökunum:
www.althingi.is/altext/raeda/?lthing=105&rnr=1316.
59 Það er í vissum skilningi annað umræðuefni en rétt er þó að vekja máls á því að
myndabandaumræðan og tilkoma bannlistans eru að eiga sér stað skömmu áður
en miklar sviptingar verða á sjónvarpsmarkaðnum á Íslandi, sem einnig hrista
upp í viðmiðum um hið leyfilega, með afnámi einkaréttar ríkisins á sjónvarps- og
útvarpsútsendingum, sem og tilkomu gervihnattasjónvarpsstöðva.