Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Qupperneq 99
BjöRN ÞóR VilHjálMSSoN
98
Efnisgreinin í heild snýst um ofbeldi en fyrri málsgreinin leitast við að af-
marka þær birtingarmyndir ofbeldis sem umbreyta kvikmynd í viðfang lög-
gjafans, skilgreina hana sem „ofbeldismynd“ með öðrum orðum.63 Síðari
málsgreinin útskýrir svo hvenær sýningar á ofbeldi eru ekki í andstöðu við
lögin. Hvað fyrrnefnda þáttinn varðar snýst ofbeldisskilgreiningin annars
vegar um framkvæmd og umfang ofbeldisins, en tvö dæmi eru nefnd í þessu
samhengi „misþyrmingar á mönnum og dýrum“ og „hrottalegar drápsað-
ferðir“. Hins vegar skal einnig taka mið af höfundarætlun eða frásagnar-
vitund kvikmynda því „sérstaklega“ verður að „vera sóst“ eftir að sýna mis-
þyrmingar og drápsaðferðir til að ímyndirnar varði við lög; ekki er nóg að
þessir hlutir séu til staðar, þeir verða að vera framaðir með svo áberandi
hætti að við blasi að myndinni sé ekki umhugað um neitt annað en sýningar-
gildi ofbeldisins. Sé hugað að síðari málsgreininni þá er þess krafist að svið-
setning á ofbeldi sé metin í samhengi við formgerð verksins í heild, og ef
kvikmyndin er annað hvort listræn eða býr yfir upplýsingagildi þá breiða
þessi verðmæti sig út og lögmæta ofbeldisatriðin, umbreyta þeim annað
hvort í list eða ferli þekkingarmiðlunar.
Í þingumræðunum um bannlögin var skilgreiningin á ofbeldismynd
aldrei gagnrýnd, og gefur því nærri að álíta að ofangreind útlistun á þeim
hafi almennt þótt fullnægjandi. Kemur enda fram í athugasemdunum við
frumvarpið að þessi grein hafi verið samin með það að markmiði að „sjálf
skilgreiningin á ofbeldisefni [væri] eins þröng og skýr og unnt er“, og væri
63 Forvitnilegt er að bera skilgreininguna á „ofbeldismynd“ saman við löggjöfina sem
bannar klám. Enda þótt ágallar kunni að hafa verið á ofbeldismyndalöggjöfinni er þó
himinn og haf sem skilur á milli skýrleika og skilgreiningarvirkni hennar og klám-
laganna. Svona hljómar 210. grein íslenskra hegningarlaga frá 1940: „Ef klám birtist
á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum eða
fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í
útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum,
eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til op-
inbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. Það varðar ennfremur
sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir
eða aðra slíka hluti.“ ólíkar dreifiaðferðir eru útlistaðar býsna nákvæmlega (búa til,
flytja inn, dreifa, birta, prenta, útbýta, selja) en ekki orði er vikið að því hvað felist í
hinu refsiverða klámhugtaki, og raunar er ekki einu sinni að finna vísbendingar fyrir
túlkunarvinnu. En dómarar virðast hafa treyst sér til að þekkja það þegar þeir sáu
það. Klámgrein hegningarlaganna er að finna í Kristín Svava Tómasdóttir, Stund
klámsins, bls. 106, en í riti sínu fjallar Kristín einnig um það hvernig ráða megi í
merkingu lagasetningarinnar með því að skoða og túlka dóma sem féllu á síðari
hluta aldarinnar. lagagreinina er einnig að finna í almennum hegningarlögum á
Althingi.is: https://www.althingi.is/lagas/nuna/1940019.html.