Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 100
„TAuMlAuST BlóðBAð áN liSTRæNS TilgANgS“
99
þannig tryggt að ekki myndi falla undir hana annað efni en það „sem ætla má
að breið samstaða sé um meðal almennings“.64 Tilraun er hins vegar gerð í
athugasemdunum til nákvæmari aðgreiningar milli „ofbeldismynda“ og of-
beldismynda, og kemur þar fram að í fyrrnefnda flokkinn falla kvikmyndir
þar sem söguþráðurinn hefur „augljóslega engan tilgang annan en að tengja
saman ofbeldisatriði, og þar sem ofbeldisatriði eru e. t. v. á annan tug í 90
mínútna kvikmynd, taka hvert um sig milli 5 og 10 mín. og lýsa í minnstu
smáatriðum viðurstyggilegum morðum, mannáti, nauðgunum eða öðrum
misþyrmingum“.65 Verkum af þessu tagi er stillt upp andspænis myndum
„þar sem myndbygging og söguþráður gefa til kynna eitthvað, sem líkist
upphafi og endi, og ofbeldi er framið í tengslum við aðra þætti myndar-
innar“.66 Í framsöguræðu sinni lagði ráðherra enn frekar út af ákvæðinu um
fyrirvara við tilvísunarsvið laganna:
Þetta ákvæði er auðvitað fyrst og fremst sett til að koma í veg fyrir
þröngsýni og bókstafstrú í beitingu kvikmyndabanns eða túlkun á
orðinu „ofbeldiskvikmynd“. Það á ekki að vera hægt að beita þessu
banni alveg án íhugunar um tilgang myndarinnar og áhrif myndar-
innar. Menn verða sem sagt að hyggja vel að því hver tilgangur
myndarinnar er áður en slíku banni verður beitt, ella verður að líta
svo á að allt bann af þessu tagi sé algert undantekningaratriði, sem
verður að fara varlega með. Tilgangurinn með þessu frv. er því alls
ekki að banna spennandi kvikmyndir, sem menn vilja sjá, hvað þá
listrænar hrollvekjur í anda Hitchcocks eða slíkra manna, og ekki
ameríska „vestra“ almennt talað eða stríðsmyndir og jafnvel slags-
málamyndir eða listrænar kvikmyndir sem byggðar eru á efni úr
íslenskum fornsögum.67
Draumurinn um listrænar kvikmyndir er byggðu á íslensku fornsögunum
skaut upp kollinum reglulega út í gegnum tuttugustu öldina, og stundum á
óvæntum stöðum eins og hér. En þrátt fyrir fullyrðingu ráðherra þess efnis
að ekki stæði til að banna listrænar hrollvekjur „í anda Hitchcocks“ mátti
ljóst vera að flókið yrði að framfylgja lögunum. Í athugasemdunum við
frumvarpið er hugmyndin um „söguþráð“ lykilatriði, en það hlaut ávallt að
vera túlkunaratriði hvenær söguþráður kvikmyndar hefur „engan tilgang“.
64 „Frumvarp til laga um bann við ofbeldiskvikmyndum“, Althingi.is.
65 Sama heimild.
66 Sama heimild.
67 ingvar gíslason, „Bann við ofbeldiskvikmyndum“, Althingi.is.