Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 101
BjöRN ÞóR VilHjálMSSoN
100
Auk þess hlýtur áherslan sem þarna er lögð á eitt tiltekið form kvikmynda,
það er að segja frásagnarmyndina, að teljast nokkuð einstrengingsleg. Að
gefnum forsendum laganna má ætla að framúrstefnuverk á borð við Anda-
lúsíuhundinn (Un Chien Andalou, 1929) eftir luis Buñuel og Salvador Dalí
hefði umsvifalaust verið bönnuð. Ekki er nóg með að hún innihaldi eitt
frægasta ofbeldisatriði tuttugustu aldar kvikmyndasögu, þar sem auga er rist
í sundur með rakhníf í nærmynd, heldur skortir hana einnig með öllu „sögu-
þráð“ með „upphafi og endi“.68 Í athugasemdunum við frumvarpið gefur
einnig að líta svokallaðan „strákall“ eða röklega átyllu. Skýringardæmið sem
þar er nefnt – og vísað er til hér að ofan – um form og inntak „ofbeldis-
myndanna“ sem til stendur að banna er kvikmynd sem inniheldur „á annan
tug“ ofbeldisatriða sem hvert um sig er á milli „5 og 10 mín“ langt, og er
þannig í fullnustu sinni tæplega fjögurra klukkustunda löng, að því viðbættu
að hana skortir upphaf, miðju og endi. Það er auðvitað ástæðulaust að taka
fram að slíkar myndir eru ekki til, og þótt þær kynnu að vera það þá á þessi
lýsing ekkert skylt við myndirnar sem í raun voru bannaðar. og þótt Alfred
Hitchcock sé auðvitað góðra gjalda verður hlýtur að teljast vafasamt að gera
fagurfræði hans að allsherjarviðmiði um ögrandi kvikmyndagerð.69
Eftir þessum leiðbeiningum var þó unnið allt árið 1984 að kortlagningu
myndbandaúrvalsins á landinu, og bannlistinn var smíðaður hægt og sígandi.
Í kjölfar birtingar hans, og þegar lögreglurassíurnar voru um garð gengnar,
féll það í skaut forstöðumanns Kvikmyndaeftirlitsins, Níelsar árna lund, að
útskýra vinnulagið við gerð bannlistans og vinnubrögð Kvikmyndaeftirlits-
ins í framhaldinu. Það gerði hann m.a. í aðsendri grein í DV þar sem hann
viðurkennir að stundum geti verið erfitt að meta ofbeldisumsvifin í kvik-
myndum og hvort þau séu listræn, en stígur jafnframt fram með nýstárlega
lausn á túlkunarvandanum:
68 Björn ægir Norðfjörð ræðir um Andalúsíuhundinn í samhengi við fagurfræði mód-
ernismans í kvikmyndum í greininni „Frá framúrstefnu til hátíðarmynda: um skil-
greiningarvanda kvikmyndarinnar í ljósi módernískra hefða“, Ritið 3/2014, bls.
57–84, hér bls. 69–75.
69 Í myndbandsdómi í Morgunblaðinu hæðist árni Þórarinsson að Hitchcock-hækju
ráðherrans. Til umfjöllunar er The Birds og árni bendir á að hún gæti vel endað
á bannlista kvikmyndaeftirlitsins: „Federico Fellini kallaði myndina „ljóð“ og mat
hana mest allra mynda Alfreds Hitchcocks. En ég sé samt fyrir mér að The Birds
hefði getað – og gæti kannski enn þá – hafnað á bannlista Kvikmyndaeftirlits ríkisins
yfir „ofbeldismyndir“. á yfirborðinu fellur hún eiginlega alveg að loðinni skilgrein-
ingu „Eftirlitsins“ á slíkum myndum; hún gengur í stórum dráttum út á samfellda
röð af óútskýranlegum árásum og blóðsúthellingum.“ árni Þórarinsson, „Fljúgandi
fjöldamorðingjar“, Morgunblaðið, 2. apríl 1985, bls. 53.